Samkvæmt frétt news.com þá er einn „partígesta“ látinn af völdum COVID-19 og nokkrir berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa tekið þátt í svipuðum partíum. Eitt barn er þar á meðal og tveir eru í öndunarvél.
Hinn látni var andstæðingur bólusetninga. Hann var 55 ára og lést í Austurríki.
Samkvæmt ítölskum neyðarlögum, sem gilda til áramóta, er ólöglegt að dreifa kórónuveirunni viljandi.
Il Dolomiti hefur eftir Patrick Franzoni, hjá aðgerðasveit Bolzano gegn kórónuveirunni, að sífellt fleiri upplýsingar berist frá læknum um sjúklinga sem viðurkenni að hafa smitast viljandi. Það geri þeir til að mynda mótefni svo þeir geti fengið kórónupassa án þess að láta bólusetja sig.