Fram að þessu hafa óbólusettir getað fengið aðgang með því að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku.
Að auki verður öllum lögreglu- og hermönnum nú gert skylt að láta bólusetja sig og það sama á við um starfsfólk skóla. Fram að þessu hefur þessi krafa aðeins náð til starfsfólks á sjúkrahúsum og víðar í heilbrigðiskerfinu.
Markmiðið með þessu er að stöðva „hæga en jafna“ aukningu smita og tryggja að efnahagsleg endurreisn þessa þriðja stærsta hagkerfis ESB verði ekki ógnað. Þetta sagði Mario Draghi, forsætisráðherra, en 8,9% efnahagssamdráttur var á Ítalíu á síðasta ári.
Fyrr í mánuðinum sögðu fulltrúar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO að Evrópa sé nú miðpunktur heimsfaraldursins og styðja nýjustu tölur um smit þetta. Þær sýna að flest Evrópuríki berjast nú við nýja og stóra bylgju.