fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 07:57

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er til ráða þegar ekki er lengur pláss á sjúkrahúsum og ekki fleira starfsfólk til að annast þá veiku?  Á sama tíma streyma COVID-19-sjúklingar inn á sjúkrahúsin.  Jú, það er lagt mat á hverjir eru líklegastir til að lifa af, þeir fá meðhöndlun en hinir eru látnir sæta afgangi.

Þetta er sú staða sem Austurríkismenn eru nú að búa sig undir. Sjúkrahúsin í landinu eru að verða yfirfull af COVID-19-sjúklingum og enn streyma sjúklingar inn samhliða því að smitum fjölgar.

Bitur reynsla hefur kennt heilbrigðisstarfsfólki að álagið á gjörgæsludeildirnar kemur fram um þremur vikum eftir að smitin fara á flug.

Í Salzburg hefur nú sérstakt teymi verið sett á laggirnar sem á forgangsraða sjúklingum. Þetta er undirbúningur undir að fljótlega mun sú staða koma upp að ekki verður hægt að annast alla sjúklinga og því þurfi að gera upp á milli þeirra og finna þá sem tímafrek og flókin meðhöndlun mun gagnast mest.

Um níu milljónir manna búa í Austurríki en þar eru smitin í hæstu hæðum. Í gær greindust um 13.800 smit og 27 létust af völdum COVID-19. Daginn áður voru smitin um 14.000 og andlátin 22. Um 2.000 COVID-19-sjúklingar liggja á sjúkrahúsum, þar af 418 á gjörgæsludeildum.

Álagið er mikið á sjúkrahúsin og dæmi eru um að þurft hafi að geyma lík í anddyrum sjúkrahúsa. Heilbrigðisstarfsfólk segist ekki lengur hafa tíma til að sinna hjartveiku fólki og að ef tími vinnist til að sinna sjúklingum séu þeir í smithættu því COVID-19-sjúklingarnir séu svo margir að erfitt sé að halda reglur um sóttkví.

Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum og ríkisstjórnin er ekki í neinum vafa hverjum er um að kenna. „Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar,“ sagði Alexander Schallenberg, kanslari, á fréttamannafundi á föstudaginn.

Aðeins 65% Austurríkismanna hafa lokið bólusetningu.

Austurríkismenn standa því frammi fyrir erfiðum aðstæðum eins og mörg ríki í Evrópu gera einnig. Vegur frelsi einstaklingsins til að segja nei við bólusetningu meira en þau líf sem sú ákvörðun getur kostað? Í Austurríki er þolinmæði yfirvalda gagnvart þeim sem vilja ekki láta bólusetja sig á þrotum.

„Í hringiðu, sem andstæðingar bólusetninga og falsfréttir hafa skapað, eru of margir óbólusettir. Afleiðingin er yfirfullar gjörgæsludeildir og hrikalegar þjáningar,“ sagði Schallenberg á fréttamannafundinum á föstudaginn. Hann tilkynnti síðan að frá febrúar á næsta ári verði Austurríkismönnum gert skylt að láta bólusetja sig. Ef fólk gerir það ekki munu sektir og fangelsisrefsingar liggja við því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin