fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér? Ótrúleg þróun faraldursins í Japan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 06:07

Japanar voru duglegir við að nota andlitsgrímur á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér í Japan? Það er spurningin sem margir japanskir vísindamenn spyrja sig þessa dagana eftir ótrúlega fækkun smita af völdum afbrigðisins þar í landi.

Japan Times er meðal þeirra fjölmiðla sem skýra frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi sett fram þá kenningu að Deltaafbrigðið sé eiginlega orðið þreytt og hafi komið sjálfu sér í þá stöðu að það „útrými sér á náttúrulegan hátt“.

Þeir telja að þar sem afbrigðið er búið að stökkbreyta sér svo oft þá geti það ekki lengur afritað sig sjálft.

Japan hefur verið í heljargreipum faraldursins en þegar verst lét þá greindust um 26.000 smit á dag en um 125 milljónir búa í landinu. En í nóvember breyttist staðan skyndilega til hins betra. Síðustu vikur hafa tæplega 200 smit greinst á dag og nýlega kom einn dagur þar sem engin lést af völdum COVID-19 en það hafði ekki gerst í 15 mánuði. Í gær greindust aðeins 44 með veiruna í öllu landinu. Í Tókýó, þar sem um 40 milljónir búa, greindust aðeins 6.

Ituro Inoue, sérfræðingur í erfðarannsóknum, sagði í samtali við Japan Times að Deltaafbrigðið hafi safnað upp of mörgum stökkbreytingum á prótíni, sem heitir nsp14, en það sér um að lagfæra veiruna. Þetta veldur að mati Inoue því að veiran hefur átt erfitt með að lagfæra galla tímanlega og því hafi þetta endað með „sjálfseyðingu“. „Eftir því sem stökkbreytingarnar hrúguðust upp teljum við að á endanum hafi veiran orðið gölluð og ekki fær um að afrit sig sjálfa,“ sagði hann.

„Þegar við lítum til þess að smitum hefur ekki fjölgað teljum við að afbrigðið hafi á einhverjum tímapunkti tekið stefnuna á náttúrulega útrýmingu sína,“ sagði hann.

Aðrir hafa bent á að bólusetningar og notkun andlitsgríma hafi orðið til þess að draga úr smitum en Ituro Inoue vísar því á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð