Börnin eru 13, 15 og 16 ára. Hjónin voru sakfelld í sumar fyrir umfangsmikil svik í tengslum við heimsfaraldurinn en létu sig hverfa áður en refsing þeirra var ákveðin.
Alríkislögreglan FBI hefur lýst eftir þeim og leitar þeirra nú. Þau voru sakfelld í júní fyrir aðild að umfangsmiklum svikum þar sem reynt var að svíkja peninga út úr sjóðum sem ætlaðir voru fólki sem var í brýnni þörf fyrir fjárhagsaðstoð vegna heimsfaraldursins. Reynt var að svíkja 28 milljónir dollara út úr sjóðunum.
Hjónin létu sig hverfa í ágúst en refsing þeirra var kveðin upp í síðustu viku. Ayvazyan var dæmdur í 17 ára fangelsi og Terabelian í 6 ára fangelsi.
Tracy L. Wilkinson, saksóknari, sagði að hjónin hefðu notað heimsfaraldurinn til að stela milljónum dollara sem voru ætlaðir fólki og fyrirtækjum sem voru í neyð vegna heimsfaraldursins. CNN skýrir frá þessu.
FBI hefur heitið 20.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hjónanna. Þau voru sakfelld fyrir samsæri um fjársvik í bönkum, önnur fjársvik og peningaþvætti. Saksóknarar sögðu að hópurinn hefði notað fölsuð og stolin skilríki, þar á meðal skilríki látins fólks, til að senda inn falsaðar umsóknir um 150 styrki og lán úr alríkissjóðum. Peningarnir voru notaðir til að kaupa fasteignir í Kaliforníu, gullmynt, demanta, húsgögn, lúxusúr og Harley Davidson mótorhjól.
Seven Members of Fraud Ring Sentenced for Multimillion-Dollar #COVID19 Relief Scheme @FBILosAngeles @IRS_CI @SBAOIG https://t.co/daugPtrm0b pic.twitter.com/DLUi7Ajs20
— FBI (@FBI) November 17, 2021