Sænska ríkisútvarpið og Aftonbladet skýra frá þessu. Sá handtekni neitar sök. Lögreglan telur að fórnarlambið hafi verið myrt á milli 8. og 16. september. Fyrsti líkamshlutinn fannst í september þegar kafari fann höfuð í ruslapoka í síki í Stokkhólmi.
Í október fundust fleiri líkamshlutar í tösku við Junibacken í Djurgården en það er skemmtihús þar sem barnabókmenntir eru hafðar í hávegum, aðallega sögur Astrid Lindgren. Ekki hefur verið skýrt frá hvar þriðji fundurinn var gerður. Í öllum tilfellum voru það almennir borgarar sem fundu líkamshlutana.
Svíþjóðardemókratarnir hafa „fryst“ aðild hins grunaða að flokknum vegna málsins.