fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Austurríki frá og með deginum í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 08:00

Ekki eru allir sáttir við sóttvarnaaðgerðirnar í Austurríki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar og hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi í Austurríki í dag. Segja má að samfélagið verði meira og minna lamað næstu 10 dagana hið minnsta. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til svo harðra sóttvarnaaðgerða í landinu eftir að aðgengi að bóluefnum varð gott. Aðeins 65% landsmanna hafa lokið bólusetningu.

Veitingastaðir, kaffihús, barir, leikhús, sérvöruverslanir og hárgreiðslustofur verða lokaðar næstu 10 dagana hið minnsta en hugsanlegt er að aðgerðirnar verði framlengdar um 10 daga.

Hótel verða að loka en þó mega ferðamenn, sem dvelja á þeim þegar aðgerðirnar taka gildi, gista þar áfram.  Jólamarkaðir verða lokaðir en skíðasvæði verða opin fyrir þá sem hafa lokið bólusetningu.

Fólk á að halda sig heima en er þó heimilt að yfirgefa heimilin við ákveðnar aðstæður. Það má til dæmis fara út til að hreyfa sig en aðeins má hitta eina manneskju frá öðru heimili í einu.

Vinnustaðir og skólar verða opnir en foreldrar eru hvattir til að halda börnum heima ef þess er nokkur kostur.

Wolfgang Mueckstein, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við ORF sjónvarpsstöðina að staðan væri þannig að nú þurfi að bregðast við. Eina færa leiðin, að lama samfélagsstarfsemi, væri hörð en eini möguleikinn í stöðunni til að fækka smitum.

Fyrir viku var gripið til hertra sóttvarnaaðgerða sem beindust aðeins að óbólusettum fólki en nú bætast bólusettir í hópinn.

Ríkisstjórnin tilkynnti einnig fyrir helgi að frá og með 1. febrúar 2022 verði bólusetning gegn kórónuveirunni gerð að skyldu í landinu.

Á bilinu 14.000 til 15.000 smit hafa greinst daglega í Austurríki að undanförnu en í sumar voru smitin nokkur hundruð á dag og lengst af í október voru þau tæplega 3.000 á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla