fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hér gæti næsti heimsfaraldur átt upptök sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 05:54

Kjötmarkaður í Dimapur á Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja að yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi átt upptök sín á matarmarkaði í Wuhan í Kína en veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið í borginni. Á markaðnum eru lifandi dýr seld við skelfilegar aðstæður þar sem hreinlæti er ekki haft í hávegum. En það er víðar en í Kína sem slíkir markaðir eru starfræktir.

Á Indlandi eru slíkir markaðir starfræktir og þar er meðal annars hægt að kaupa hunda og skiptir engu þótt bannað sé að selja þá á mörkuðum af þessu tagi. Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin PETA hafa varpað ljósi á að hundar séu seldir á mörkuðum í Kohima og Dimapur.

Á mörkuðunum eru hvolpar í búrum og gelta en fullorðnir hundar, sem búið er að binda kjaftinn aftur á, berjast um að sleppa úr pokum sem er búið að setja þá ofan í. Kaupendurnir drepa hundana, taka innri líffærin úr þeim og brenna skrokkinn með brennara að sögn PETA.

Hundar eru ekki einu dýrin sem bíða örlaga sinna á þessum mörkuðum því þar eru einnig hænur, endur, dúfur, froskar og fleiri dýrategundir sem bíða örlaga sinna.

Athygli hefur áður beinst að mörkuðum á borð við þessa, svokallaða „blautmarkaði“, þar sem villt dýr og húsdýr eru seld. Margir sérfræðingar hafa bent á að markaðir af þessu tagi séu gróðrarstíur fyrir allskonar sjúkdóma sem geta borist úr dýrum í fólk.

PETA segir að það skipti engu hvort það eru hundar sem séu seldir í Dimapur eða fuglar í Brooklyn, skítugur  markaðir séu gróðrarstía þjáninga og sjúkdóma sem geti orðið að heimsfaraldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga