fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Hér gæti næsti heimsfaraldur átt upptök sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 05:54

Kjötmarkaður í Dimapur á Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja að yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi átt upptök sín á matarmarkaði í Wuhan í Kína en veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið í borginni. Á markaðnum eru lifandi dýr seld við skelfilegar aðstæður þar sem hreinlæti er ekki haft í hávegum. En það er víðar en í Kína sem slíkir markaðir eru starfræktir.

Á Indlandi eru slíkir markaðir starfræktir og þar er meðal annars hægt að kaupa hunda og skiptir engu þótt bannað sé að selja þá á mörkuðum af þessu tagi. Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin PETA hafa varpað ljósi á að hundar séu seldir á mörkuðum í Kohima og Dimapur.

Á mörkuðunum eru hvolpar í búrum og gelta en fullorðnir hundar, sem búið er að binda kjaftinn aftur á, berjast um að sleppa úr pokum sem er búið að setja þá ofan í. Kaupendurnir drepa hundana, taka innri líffærin úr þeim og brenna skrokkinn með brennara að sögn PETA.

Hundar eru ekki einu dýrin sem bíða örlaga sinna á þessum mörkuðum því þar eru einnig hænur, endur, dúfur, froskar og fleiri dýrategundir sem bíða örlaga sinna.

Athygli hefur áður beinst að mörkuðum á borð við þessa, svokallaða „blautmarkaði“, þar sem villt dýr og húsdýr eru seld. Margir sérfræðingar hafa bent á að markaðir af þessu tagi séu gróðrarstíur fyrir allskonar sjúkdóma sem geta borist úr dýrum í fólk.

PETA segir að það skipti engu hvort það eru hundar sem séu seldir í Dimapur eða fuglar í Brooklyn, skítugur  markaðir séu gróðrarstía þjáninga og sjúkdóma sem geti orðið að heimsfaraldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“