Á Indlandi eru slíkir markaðir starfræktir og þar er meðal annars hægt að kaupa hunda og skiptir engu þótt bannað sé að selja þá á mörkuðum af þessu tagi. Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin PETA hafa varpað ljósi á að hundar séu seldir á mörkuðum í Kohima og Dimapur.
Á mörkuðunum eru hvolpar í búrum og gelta en fullorðnir hundar, sem búið er að binda kjaftinn aftur á, berjast um að sleppa úr pokum sem er búið að setja þá ofan í. Kaupendurnir drepa hundana, taka innri líffærin úr þeim og brenna skrokkinn með brennara að sögn PETA.
Hundar eru ekki einu dýrin sem bíða örlaga sinna á þessum mörkuðum því þar eru einnig hænur, endur, dúfur, froskar og fleiri dýrategundir sem bíða örlaga sinna.
Athygli hefur áður beinst að mörkuðum á borð við þessa, svokallaða „blautmarkaði“, þar sem villt dýr og húsdýr eru seld. Margir sérfræðingar hafa bent á að markaðir af þessu tagi séu gróðrarstíur fyrir allskonar sjúkdóma sem geta borist úr dýrum í fólk.
PETA segir að það skipti engu hvort það eru hundar sem séu seldir í Dimapur eða fuglar í Brooklyn, skítugur markaðir séu gróðrarstía þjáninga og sjúkdóma sem geti orðið að heimsfaraldri.