fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roger Ellis, sem býr í kanadíska bænum Bathurst í New Brunswick, er einn af mörgum sem hafa veikst af dularfullum sjúkdómi á síðustu misserum. Ellis veiktist skyndilega og urðu ættingjar hans að flytja hann á sjúkrahús í skyndinu. Þeir voru sannfærðir um að hann hefði fengið hjartstopp en það var ekki raunin að sögn lækna.

Þessi 64 ára maður léttist um 30 kíló og heilsu hans hrakaði stöðugt og á endanum þurfti hann að nota hjólastól. The Guardian skýrir frá þessu. Hann fór í ítarlegar rannsóknir en læknar fundu ekki út hvað hrjáði hann. Eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í eitt ár lést hann og eftir stóðu ættingjar hans og læknar og höfðu ekki hugmynd um hvað hafði amað að honum.

„Við urðum bara að sætta okkur við þá staðreynd að við fundum ekki út hvað hrjáði hann áður en hann lést,“ hefur The Guardian eftir Steve Ellis.

2019 og 2020 greindust 35 manns með sama sjúkdóm og Ellis en hann leggst á heilann. Hann veldur verkjum, krömpum í bakinu og persónuleikabreytingum. Á þessu ári hafa enn fleiri greinst með sjúkdóminn en það sem er undarlegt við hann er að hann leggst aðeins á fólk í New Brunswick og ekki er vitað hvað veldur honum.

Yfirvöldum og sérfræðingum ber ekki saman um orsakir sjúkdómsins og deila harkalega um hann. Yfirvöld hafa fullyrt að hér sé um algjöra tilviljun að ræða en sérfræðingar staðhæfa að umhverfisáhrif eða mengandi efni valdi honum. Deilurnar færðust allar í aukana þegar yfirvöld birtu umdeilda rannsókn þar sem því var haldið fram að sjúkdómurinn væri ekkert annað en röng sjúkdómsgreining á fólki með krabbamein eða Alzheimers.

Það var Gerard Jansen, hjá samtökum kanadískra taugalækna, sem gerði rannsóknina. Hann hefur verið sakaður um ansi frjálslega umgengni um þau gögn sem rannsóknin byggist á. „Við höfum skýrt og greinilega beðið um að rannsóknin verði dregin til baka og afsökunarbeiðni sett fram. Allir þeir vísindamenn, sem við höfum starfað með, eru hneykslaðir,“ sagði Kat Lanteigne, sem fer fyrir hópi lögmanna ættingja þeirra sem hafa veikst.

Sjúkdómurinn minnir á Creutzfeldt-Jakobs sjúkdóminn sem leggst einnig á heilann. Hann leggst á einn af hverri  milljón. Fyrstu einkennin eru persónuleikabreytingar og sjóntruflanir. Á síðari stigum hættir fólk að geta talað, líkaminn stífnar og að lokum deyr viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast