fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Bíl ekið inn í skrúðgöngu í Wisconsin – 5 látnir og rúmlega 40 slasaðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 04:59

Bíllinn rétt áður en honum var ekið á skrúðgönguna. Mynd:City of Waukesha

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í Waukesha í Wisconin síðdegis í gær. Bílnum var ekið á rúmlega tuttugu manns um klukkan 17 að staðartíma. Lögreglan hefur staðfest að nokkrir séu látnir og tugir slasaðir. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla var bílnum ekið aftan að skrúðgöngunni. Dan Thompson, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að lögreglumaður hefði skotið á bílinn, þegar honum var ekið í gegnum lokanir, til að reyna að stöðva aksturinn.

Ellefu fullorðnir og 12 börn voru flutt á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Thompson staðfesti að „nokkrir“ væru látnir. Hann sagði að bíllinn hefði fundist og einn væri í haldi vegna málsins. Hann sagði að ekki væri talið að skotum hefði verið hleypt af úr bifreiðinni en sögur þess efnis höfðu komið fram á samfélagsmiðlum.

Lögreglumenn á vettvangi í gærkvöldi. Mynd:Getty

Milwaukee Journal Sentinel hefur eftir Corey Montiho, sem á sæti í fræðsluráði Waukesha, að bílnum hafi verið ekið á danshóp sem dóttir hans var í. „Ég varð að fara frá einum sködduðum líkama til annars til að finna dóttur mína. Eiginkona mín og tvær dætur urðu næstum því fyrir bílnum,“ sagði hann.

Angelito Tenorio, sem var á vettvangi, sagðist hafa séð að ökumaðurinn gaf í og hafi ekið á miklum hraða inn í skrúðgönguna. Hár hvellur hafi heyrst og síðan öskur og grátur frá fólki sem varð fyrir bílnum.

Fox6 hefur eftir sjónarvotti að bílnum hafi verið ekið á danshóp stúlkna á aldrinum 9 til 15 ára.

Uppfært klukkan 06.03

Lögreglan segir að fimm séu látnir og rúmlega 40 slasaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning