„Læknar tilkynna oftar og oftar um fjandskap og hótanir eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ sagði Susanne Johna, formaður læknasamtakanna Marburger Bund, í samtali við Funke Mediengruppe. Hún sagði einnig að heilbrigðisstarfsfólk, sem hvetur til bólusetninga gegn kórónuveirunni, verði oftar fyrir hótunum.
Þýska sambandslögreglan, Bundeskriminalamt (BKA) sagði nýlega að andstæðingar bólusetninga og þeir sem afneita kórónuveirufaraldrinum ógni öryggi bólusetningamiðstöðva og heilsugæslustöðva.
Johna sagðist sjálf hafa þurft að loka á fólk á Twitter og Facebook vegna hótana sem henni berast á samfélagsmiðlunum.