fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 22:00

Hellirinn þar sem líkamsleifarnar fundust. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta var eiginlega bara æfing hjá hundadeild ítölsku lögreglunnar. Verið var að æfa leitarhunda í hlíðum sikileyska eldfjallsins Etnu. Hundarnir römbuðu þar á lítinn helli og inni í honum fundu þeir líkamsleifar.

Þetta gerðist í september en lítið hefur verið fjallað um málið fram að þessu. Í framhaldi af þessum fundi hundanna var hafist handa við að rannsaka líkamsleifarnar og reyna að finna út af hverjum þær eru. Ekki er talið útilokað að þær tengist 50 ára gamalli morðgátu sem tengist mafíunni.

Grunur leikur á að líkamsleifarnar séu af blaðamanninum Mauro De Mauro. Honum var rænt af tveimur eða þremur mönnum, fyrir framan dóttur sína, á Palermo á Sikiley 1970. Hann var rannsóknarblaðamaður og var að rannsaka grunsamlegar kringumstæður í kringum dauða hins valdamikla kaupsýslumanns Enrico Mattei sem lést í flugslysi 1962 en talið er að sprengja hafi grandað flugvél hans.

Ítölsk yfirvöld hefur allt frá upphafi grunað að mafíuleiðtoginn Salvatore Riina hafi staðið á bak við dauða Mattei en hann var sýknaður á sínum tíma vegna skorts á sönnunargögnum.

Eftir að dóttir De Mauro heyrði af fundi líkamsleifanna setti hún sig í samband við lögregluna því hana grunaði að þetta gætu verið líkamsleifar föður hennar. Nú er unnið að DNA-rannsókn til að ganga úr skugga um það.

Við hliðina á líkinu var ítalskur peningur frá 1977 og blaðaúrklippa frá 1978 en þá voru nokkur ár liðin frá ráninu á De Mauro. Lögreglan hefur lengi talið að De Mauro hafi verið rænt af liðsmönnum mafíunnar sem hafi síðan drepið hann.

Líkamsleifarnar voru í dökkum buxum, röndóttri skyrtu, með svart bindi, í ullarpeysu, dökkgrænum jakka og með húfu og í svörtum stígvélum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist