13.325 ferkílómetrar skóglendis voru ruddir og hefur skógareyðingin ekki verið meiri síðan 2006. Þetta er þriðja árið í röð sem skógareyðingin eykst en Jair Bolsonaro, forseti, hefur verið talsmaður þess að skóglendi sé rutt.
Joaquim Pereira Leite, umhverfisráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær að tölurnar sýni að Brasilía standi enn frammi fyrir miklum áskorunum hvað þetta varðar og að stjórnvöld neyðist til að vera skýrari í afstöðu sinni til glæpa af þessu tagi. Hann sagði einnig að tölurnar sýni ekki að nýlega hafi aukin áhersla verið lögð á að stöða ólöglega skógareyðingu en að einnig sé þörf á harðari aðgerðum.
Amazon er stærsti regnskógur heimsins og stór hluti hans er í Brasilíu. Skógurinn er sannkölluð gullkista líffræðilegs fjölbreytileika en fjórðungur allra tegunda lífvera á jörðinni lifir í skóginum. Skógurinn er einnig mikilvægur við að stöðva loftslagsbreytingarnar því trén taka CO2 í sig.