fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skógareyðing í Amazon jókst þriðja árið í röð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 14:30

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk stjórnvöld eru aðilar að alþjóðlegu loforði um að stöðva skógareyðingu fyrir árið 2030 en í Amazon er þróunin víðs fjarri því að vera í þá áttina. Hún hefur aukist mikið síðasta árið. Ársskýrsla ríkisstjórnarinnar sýnir að hún jókst um 22% frá ágúst 2020 til júlí 2021 saman borið við sama tímabil árið á undan.

13.325 ferkílómetrar skóglendis voru ruddir og hefur skógareyðingin ekki verið meiri síðan 2006. Þetta er þriðja árið í röð sem skógareyðingin eykst en Jair Bolsonaro, forseti, hefur verið talsmaður þess að skóglendi sé rutt.

Joaquim Pereira Leite, umhverfisráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær að tölurnar sýni að Brasilía standi enn frammi fyrir miklum áskorunum hvað þetta varðar og að stjórnvöld neyðist til að vera skýrari í afstöðu sinni til glæpa af þessu tagi. Hann sagði einnig að tölurnar sýni ekki að nýlega hafi aukin áhersla verið lögð á að stöða ólöglega skógareyðingu en að einnig sé þörf á harðari aðgerðum.

Amazon er stærsti regnskógur heimsins og stór hluti hans er í Brasilíu. Skógurinn er sannkölluð gullkista líffræðilegs fjölbreytileika en fjórðungur allra tegunda lífvera á jörðinni lifir í skóginum. Skógurinn er einnig mikilvægur við að stöðva loftslagsbreytingarnar því trén taka CO2 í sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti