fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Er þetta heimsmet? Bíllinn stóð óhreyfður í sama stæðinu í 47 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 07:00

Þarna stóð hann óhreyfður í 47 ár. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það væri flokkur í Heimsmetabók Guinness um hvaða bíl hafi lengst verið lagt í sama stæðið þá myndi Angelo Fregolent, 94 ára Ítali, væntanlega vera sigurvegari. Árið 1974 lagði hann bláa Lancia Fulvia bílnum sínum í stæði á götunni Via Zamboni í Conegliano. Þar stóð bíllinn óhreyfður allt þar til í október á þessu ári.

The Mirror skýrir frá þessu. Á þessum árum varð bíllinn eiginlega að kennileiti í bænum og meira að segja ferðamannastaður því sumir ferðamenn lögðu leið sína sérstaklega í götuna til að sjá bílinn. Bíllinn varð svo frægur að hann fékk eigin mynd á Google Maps.

En þann 20. október síðastliðinn kom að því að bíllinn væri hreyfður á nýjan leik. Þá létu embættismenn bæjarins fjarlægja hann því staðsetning hans skapaði vandamál fyrir umferð ökutækja og gangandi vegfarenda. Il Gazzettino skýrir frá þessu.

Bíllinn var fluttur á bílasýningu í Padua þar sem hann verður til sýnis um hríð en því næst verður hann sendur í góða yfirhalningu og síðan fer hann aftur í stæðið sitt, eða svona næstum því. Honum verður komið fyrir við Caerletti skólann í Coneglianao en hann er beint á móti heimili Angelo Fregolnet. Hann og eiginkona hans geta því áfram dáðst að bíl sínum og nú einu af kennileitum bæjarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi