En þessi saklausa sundferð reyndist afdrifarík fyrir eldri dótturinar. Tveimur dögum síðar byrjaði hún að finna fyrir miklum sviða í kynfærunum. Þetta kemur fram í grein í The Journal of Meidical Case Reports.
Fjölskyldan fór til læknis sem lét stúlkuna fá krem gegn sveppasýkingu en það gerði ekki mikið gagn og óþægindin héldu áfram. Þegar fjölskyldan kom heim til Austurríkis tveimur viku síðar var farið með stúlkuna til heimilislæknisins. Þá kom í ljós að hún var með lekanda sem flestir tengja við kynsjúkdóm. En stúlkan hafnaði því algjörlega að hún hefði getað smitast af lekanda við kynmök.
Læknirinn komst að þeirri niðurstöðu út frá gögnum málsins að hún hefði smitast þegar hún synti í eldfjallavatninu. Aðrir fjölskyldumeðlimir reyndust ekki vera smitaðir.
Stúlkan fékk nauðsynlega meðferð og náði sér fljótt.
Læknar telja að hitastigið á vatninu í Specchio di Venere skapi skilyrði fyrir smit af þessu tagi.