Þetta eru niðurstöður greiningar fá People‘s Vaccine Alliance (PVA) sem eru samtök sem vinna að því að bæta aðgengi fólks um allan heim að bóluefnum gegn kórónuveirunni.
Í greiningunni var hagnaður Pfizer, BioNTech og Moderna skoðaður en þessi þrjú fyrir standa á bak við tvö af mest notuðu bóluefnunum gegn kórónuveirunni.
PVA telur að fyrirtækin þrjú muni hagnast um 34 milljarða dollar, fyrir skatt, á þessu ári. Þetta svarar til þess að þau hagnist um sem svarar 130.000 íslenskum krónum á sekúndu.
Mat PVA er byggt á uppgjörstölum frá fyrirtækjunum sjálfum en ekki kemur fram hvort aðeins sé um tekjur af sölu bóluefna gegn kórónuveirunni að ræða. Fyrirtækin framleiða fleira en bóluefni gegn veirunni.
„Það er óásættanlegt að örfá fyrirtæki hagnist um milljónir dollara á hverri klukkustund á meðan aðeins tvö prósent íbúa lágtekjulanda hafa lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni. Pfizer, BioNTech og Moderna hafa notfært sér einokunarstöðu sína til að leggja áherslu á samninga við ríkustu ríkisstjórnirnar en um leið hafa þau skilið lágtekjulöndin eftir úti í kuldanum,“ segir Maaza Seyoum, talsmaður Afríkudeildar PVA.
PVA segir að Pfizer og BioNTech hafi sent tæplega 1% af bóluefnaframleiðslu sinni til lágtekjulanda en Moderna aðeins 0,2%.