fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Nokkrir hlutir sem þú hefur not fyrir en hverfa alltaf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 14:30

Þarna eru þeir! Mynd:Cathy Hinz/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt og annað sem við höfum oft þörf fyrir í hinu daglega lífi en sumt af því á það til að hverfa á dularfullan hátt og valda okkur þar með vandræðum.

Hárnálar eru litlar og mjög praktískar fyrir þá sem þurfa að halda hárinu frá andlitinu. En það er sama hvað gert er til að geyma þær alltaf á sama staðnum, það gengur ekki vel eða lengi og áður en þú veist eru þær allar horfnar.

Hárteygjur hljóta oft sömu örlög og hárnálar og hverfa bara upp úr þurru en einnig eiga vinkonur til að fá þær lánaðar og svo gleymist að skila þeim og fljótlega glímir þú við hárteygjuskort.

Svo eru það sokkarnir. Hver kannast ekki við að hafa átt gott sokkapar, það fór síðan í þvott og aðeins annar sokkurinn skilaði sér aftur. Hvað varð um hinn? Það er ein af stóru ráðgátum heimsins.

Vettlingar eru líklega náskyldir sokkum, að minnsta kosti eiga þeir til að hverfa á dularfullan hátt og það kemur sér auðvitað illa þegar við ætlum út í kulda.

Kveikjarar eiga það einnig til að hverfa. Ef þú notar kveikjara nálægt reykingafólki þá máttu alveg reikna með að hann hverfi, það vantar alltaf eld.

Naglaklippur eiga það til að hverfa og finnast ekki þegar mest á ríður að klippa ótrúlega langar neglur.

Pennar og blýantar hverfa eiginlega alltaf þegar verst á stendur og nauðsynlegt er að skrifa eitthvað hjá sér. Kannski er bara best að festa þá við sig með spotta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Í gær

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt