Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Bandarískir embættismenn hafa nú þegar farið fram á að Vasinskyi verði framseldur til Bandaríkjanna.
REvil kom fyrst fram á sjónarsviðið 2019 en hópurinn hefur staðið á bak við fjölda tölvuárása á þekkt bandarísk fyrirtæki.
Hópurinn er einnig sagður hafa staðið á bak við árás á Kaseya tölvufyrirtækið á síðasta ári en fyrirtækið starfar á heimsvísu.
Yevgeniy Polyanin, 28 ára Rússi, er eftirlýstur en hann er talinn samstarfsmaður Vasinskyi.