fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Gaddafi yngri í framboði til forseta í Líbíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 13:00

Saif al-Islam al-Gaddafi með þýskum ráðamanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr forseti verður kjörinn í Líbíu á aðfangadag. Einn þeirra sem sækist eftir kjöri er Saif al-Islam al-Gaddafi sem eins og ættarnafnið gefur til kynna er úr Gaddafi-fjölskyldunni. Faðir hans Muammar Gaddafi var leiðtogi landsins um árabil og minnast landsmenn stjórnar hans sem harðstjórnar. Það er hætt við að þær minningar geti haft neikvæð áhrif á möguleika al-Gaddafi til að ná kjöri.

Hann er einn þekktasti frambjóðandinn en stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að það verði honum til framdráttar því flestir landsmenn muna vel eftir harðstjórn föður hans sem þótti einstaklega grimmur og var einræðisherra í landinu.

Al-Gaddafi er menntaður frá London School of Economics. Hann var talinn áhrifamikill innan stjórnkerfisins á valdatíma föður hans. Margir bundu vonir við að hann myndi taka við af föður sínum og gera umbætur í landinu. En þegar mótmæli gegn stjórn Gaddafi brutust út 2011 lagði hann sitt af mörkum með stjórn föður síns til að berja á mótmælendum með ofbeldi.

Margir úr Gaddafi-fjölskyldunni, þar á meðal Muammar Gaddafi, voru drepnir í uppreisninni eða neyddust til að flýja land. Al-Gaddafi var handsamaður af uppreisnarmönnum 2011 en var látinn laus nokkrum árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað