fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Gaddafi yngri í framboði til forseta í Líbíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 13:00

Saif al-Islam al-Gaddafi með þýskum ráðamanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr forseti verður kjörinn í Líbíu á aðfangadag. Einn þeirra sem sækist eftir kjöri er Saif al-Islam al-Gaddafi sem eins og ættarnafnið gefur til kynna er úr Gaddafi-fjölskyldunni. Faðir hans Muammar Gaddafi var leiðtogi landsins um árabil og minnast landsmenn stjórnar hans sem harðstjórnar. Það er hætt við að þær minningar geti haft neikvæð áhrif á möguleika al-Gaddafi til að ná kjöri.

Hann er einn þekktasti frambjóðandinn en stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að það verði honum til framdráttar því flestir landsmenn muna vel eftir harðstjórn föður hans sem þótti einstaklega grimmur og var einræðisherra í landinu.

Al-Gaddafi er menntaður frá London School of Economics. Hann var talinn áhrifamikill innan stjórnkerfisins á valdatíma föður hans. Margir bundu vonir við að hann myndi taka við af föður sínum og gera umbætur í landinu. En þegar mótmæli gegn stjórn Gaddafi brutust út 2011 lagði hann sitt af mörkum með stjórn föður síns til að berja á mótmælendum með ofbeldi.

Margir úr Gaddafi-fjölskyldunni, þar á meðal Muammar Gaddafi, voru drepnir í uppreisninni eða neyddust til að flýja land. Al-Gaddafi var handsamaður af uppreisnarmönnum 2011 en var látinn laus nokkrum árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki