Hann er einn þekktasti frambjóðandinn en stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að það verði honum til framdráttar því flestir landsmenn muna vel eftir harðstjórn föður hans sem þótti einstaklega grimmur og var einræðisherra í landinu.
Al-Gaddafi er menntaður frá London School of Economics. Hann var talinn áhrifamikill innan stjórnkerfisins á valdatíma föður hans. Margir bundu vonir við að hann myndi taka við af föður sínum og gera umbætur í landinu. En þegar mótmæli gegn stjórn Gaddafi brutust út 2011 lagði hann sitt af mörkum með stjórn föður síns til að berja á mótmælendum með ofbeldi.
Margir úr Gaddafi-fjölskyldunni, þar á meðal Muammar Gaddafi, voru drepnir í uppreisninni eða neyddust til að flýja land. Al-Gaddafi var handsamaður af uppreisnarmönnum 2011 en var látinn laus nokkrum árum síðar.