Sermitsiaq skýrir frá þessu. Nýja tegundin hefur fengið nafnið issi saaneq sem þýðir bein á grænlensku. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Diversity.
Nánar tiltekið þá voru það tvær næstum heilar höfuðkúpur sem fundust á Jameson Land sem voru rannsakaðar. Rannsóknirnar leiddu í ljós að risaeðlurnar voru uppi fyrir um 214 milljónum ára og voru plöntuætur.
Sermitsiaq hefur eftir Jesper Milán, hjá jarðfræði- og landafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, sem vann að rannsókninni að niðurstöðurnar skipti máli hvað varðar þekkingu okkar á útbreiðslu risaeðla. „Þetta þýðir að nú er miklu meiri vinna fram undan því nú vitum við allt í einu ekki hvernig útbreiðslu þeirra var háttað. Einnig verður að rannsaka aðra steingervinga betur til að sjá hvort við getum fræðst betur um ættartré risaeðlanna,“ sagði hann.