The Independent skýrir frá þessu. Blaðið segir að ríkisstjórnin hafi brugðist í að gefa fátækum ríkjum bóluefnið en hún hafði áður lofað að koma umfram bóluefnum í umferð í löndum þar sem þörf er fyrir þau.
Bretar höfðu ekki þörf fyrir þessa skammta eftir að ákveðið var í vor að hætta að gefa yngstu aldurshópunum AstraZeneca vegna hættu á blóðtöppum. Af þessum sökum voru 604.400 skammtar ónotaðir og þeir runnu síðan út í ágúst og var eytt í lok mánaðarins.
Mannúðarsamtökin Oxfam segja að „skammarlegt“ að skammtarnir hafi verið látnir renna út á sama tíma og framlínustarfsfólk í fátækum ríkjum hafi ekki enn verið bólusett gegn kórónuveirunni. Oxfam segir að þetta sé „algjört hneyksli“ og „líklega bara toppurinn á ísjakanum“. Anna Marriott, hjá Oxfam, sagði að samtökin telji að minnst 100 milljónir skammta af bóluefnum muni renna út hjá G7 ríkjunum fyrir árslok. Um mitt næsta ár geti þessi tala verið komin í 800 milljónir.