fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Vilja stækka náttúruverndarsvæðið Galapagos gegn greiðslu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 22:30

Frá Galapagos. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guillermo Lasso, forseti Ekvador, tekur þátt í loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow þessa dagana. Í gær lagði hann til að Ekvador stækki náttúruverndarsvæðið á Galapagos, sem tilheyrir Ekvador, um rúmlega 60.000 ferkílómetra. Þetta verði gert gegn því skilyrði að erlendir lánveitendur Ekvador fallist á að fella niður hluta af skuldum landsins.

Ekvador glímir við mikinn efnahagsvanda en skuldir hins opinbera eru 46 milljarðar dollara en það er um helmingur af vergri þjóðarframleiðslu landsins.

Náttúruverndarsvæðið á Galapagos er um 130.000 ferkílómetrar og er eitt stærsta náttúruverndarsvæði heims.

Galapagos, sem samanstanda af nokkrum eyjum, er um 1.000 kílómetra frá Ekvador. Nafn eyjanna er dregið af risaskjaldbökum sem lifa þar. Í kjölfar ferðar Charles Darwin til eyjanna á nítjándu öld komust þær á heimskortið enda dýralífið þar mjög sérstakt. Vegna einangrunar eyjanna hefur dýralífið þar, og plöntulífið, þróast á einstakan hátt.

Lasso sagði að hugmyndin væri að stækka náttúruverndarsvæðið til norðurs og að á helmingi þess svæðis verði fiskveiðar algjörlega óheimilar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi