Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali svissneska tímaritsins Tagesanzeiger við Martina Hingis. „Ég vil bara að loksins verði hin rétta ég sýnd. Ekki þessi hrokafulla tík, sem enn einu sinni nennti ekki að veita viðtal, heldur sú Martina sem ég er,“ segir tennisstjarnan.
Í viðtalinu segir hún meðal annars frá hatrinu sem hún varð fyrir í heimalandinu Sviss en það færðist mjög í aukana þegar hún spilaði við Steffi Graf í úrslitum French Open. Þá fór hún yfir á vallarhelming Graf til að skoða ummerki eftir boltann á línunni en þetta olli miklu fjaðrafoki og þótti mjög óíþróttamannslegt.
En Martina, sem er 41 árs, skýrir einnig frá ástarlífinu og hversu erfitt það var fyrir hana að hitta hinn eina rétta utan vallarins. Hún segist að þetta hafi verið erfitt því íþróttamenn í fremstu röð séu almennt með stórt egó og það þvælist oft fyrir þeim að hennar sögn. Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Sergio Garcia, fyrrum golfstjörnu, en þau voru par um tíma. Hann átti erfitt með að takast á við stærð hennar.
„Við Sergio vorum alltaf borin saman. Ég var, það hljómar heimskulega, stærri en hann. Í fyrstu var hann heillaður af því en með tímanum fór það að angra hann að kærastan hans var stærri en hann,“ segir hún í viðtalinu. Sergio er sagður vera 178 sm en Martina 170 sm en á ljósmyndum frá þeim tíma þegar þau voru par virðast þau vera næstum jafn há en líklega var það egóið sem þvældist fyrir þeim báðum.
Martina giftist lækninum Harald Leeman 2018 en hann sinnir íþróttamönnum.