fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 08:00

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitum af völdum kórónuveirunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu í Þýskalandi og nú hyggjast stjórnvöld herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta sem ekki hafa smitast af veirunni og eru því ónæmir fyrir henni af þeim sökum.

Angela Merkel, kanslari, skýrði frá þessu í gær eftir fund með forsætisráðherrum sambandsríkjanna. Hún sagði að staðan væri grafalvarleg og nú þurfi að bregðast hratt við og af festu til að ná betri stjórn á faraldrinum.

Hin svokallaða 2G regla mun taka gildi á svæðum þar sem hlutfall innlagðra á sjúkrahús, af völdum veirunnar, er hærra en 3 á hverja 100.000 íbúa á sjö daga tímabili. Samkvæmt 2G reglunni verður fólk að vera bólusett eða hafa jafnað sig á smiti til að fá aðgang að stórum viðburðum og á það meðal annars við um menningarviðburði og íþróttaviðburði.

Þegar innlagnir á hverja 100.000 íbúa verða fleiri en 6 eða 9 taka enn harðari sóttvarnaaðgerðir gildi.

Auk þessara aðgerða verða gerðar auknar kröfur til bólusetninga heilbrigðisstarfsfólks og fólks í umönnunargeiranum. AFP segir að bólusetning verði gerð að skyldu fyrir þessa hópa. Süddeutsche Zeitung segir að ákveðin óvissa ríki þó um hvort bólusetning verði gerð að skyldu.

Í tilkynningu stjórnvalda um aðgerðirnar segir að það verði að grípa til þeirra til að vernda viðkvæmustu hópana í samfélaginu.

Í gær greindust tæplega 59.000 smit í Þýskalandi en á miðvikudaginn voru þau tæplega 68.400 og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Í gær var tilkynnti að bólusetninganefnd landsins, Stiko, mæli með að öllum 18 ára og eldri verði boðið upp á þriðja skammtinn af bóluefni, örvunarbólusetningu. Stiko mælir með að mRNA-bóluefni verði notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans