fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 08:00

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitum af völdum kórónuveirunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu í Þýskalandi og nú hyggjast stjórnvöld herða sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta sem ekki hafa smitast af veirunni og eru því ónæmir fyrir henni af þeim sökum.

Angela Merkel, kanslari, skýrði frá þessu í gær eftir fund með forsætisráðherrum sambandsríkjanna. Hún sagði að staðan væri grafalvarleg og nú þurfi að bregðast hratt við og af festu til að ná betri stjórn á faraldrinum.

Hin svokallaða 2G regla mun taka gildi á svæðum þar sem hlutfall innlagðra á sjúkrahús, af völdum veirunnar, er hærra en 3 á hverja 100.000 íbúa á sjö daga tímabili. Samkvæmt 2G reglunni verður fólk að vera bólusett eða hafa jafnað sig á smiti til að fá aðgang að stórum viðburðum og á það meðal annars við um menningarviðburði og íþróttaviðburði.

Þegar innlagnir á hverja 100.000 íbúa verða fleiri en 6 eða 9 taka enn harðari sóttvarnaaðgerðir gildi.

Auk þessara aðgerða verða gerðar auknar kröfur til bólusetninga heilbrigðisstarfsfólks og fólks í umönnunargeiranum. AFP segir að bólusetning verði gerð að skyldu fyrir þessa hópa. Süddeutsche Zeitung segir að ákveðin óvissa ríki þó um hvort bólusetning verði gerð að skyldu.

Í tilkynningu stjórnvalda um aðgerðirnar segir að það verði að grípa til þeirra til að vernda viðkvæmustu hópana í samfélaginu.

Í gær greindust tæplega 59.000 smit í Þýskalandi en á miðvikudaginn voru þau tæplega 68.400 og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Í gær var tilkynnti að bólusetninganefnd landsins, Stiko, mæli með að öllum 18 ára og eldri verði boðið upp á þriðja skammtinn af bóluefni, örvunarbólusetningu. Stiko mælir með að mRNA-bóluefni verði notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?