Eitt þekktasta og heitasta parið á tíunda áratugnum voru Pamela Anderson, Playboystjarna og Baywatchstjarna, og Tommy Lee, trommari í Mötley Crüe. Þau gengu í hjónaband 1995 eftir að hafa þekkst í fjóra daga.
Þetta sama ár tóku þau upp kynlífsmyndband þegar þau voru í fríi. Myndbandinu var síðar stolið og sett í dreifingu. Þetta var eitt fyrsta málið af því tagi en þau eru ansi algeng í dag.
Þetta fræga kynlífsmyndband er í aðalhlutverki í nýrri sjónvarpsþáttaröð „Pam & Tommy“ sem Disney+ sýnir á næsta ári.
Í aðalhlutverkum eru Lily James, sem leikur Pamelu, og Sebastian Stan, sem leikur Tommy. Seth Rogen leikur Rand Gauthier sem kom myndbandinu í almenna dreifingu og endaði í miklum deilum við hjónin.
Pamela og Tommy eignuðust tvö börn en skildu 1998.
Hér fyrir neðan er stikla úr þáttaröðinni.