fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hataði sjálfa sig eftir nauðgunina – „Af hverju stundi ég?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 05:52

Emily Ratajkowski. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur vel verið að Emily Ratajkowski hafi orðið fræg og rík vegna útlitsins en það þýðir ekki að hún sé yfir sig hamingjusöm með útlitið. Það getur verið mikið álag að vera ein af fegurstu konum heims.

Þetta segir þessi þrítuga ofurfyrirsæta í bókinn „My Body“ þar sem hún skýrir frá ýmsum persónulegum sögum í smáatriðum. The Sun skýrir frá þessu. Emily segir meðal annars að hún hafi verið „of kynþokkafull“ síðan hún var 13 ára. Hún rifjar upp að eitt sinn hafi hún verið send heim af skólasamkomu því klæðnaður hennar hafi verið of „ögrandi“. Í kjölfarið hafi móðir hennar hvatt hana til að halda áfram að klæða sig í kynþokkafullan fatnað sem sýndi líkamsvöxt hennar.

Hún segir að almennt séð hafi foreldrar hennar einblínt alltof mikið á útlit hennar þegar hún var barn. „Ég hef aldrei beðið neitt sérstaklega mikið til guðs en ég man að þegar ég var lítil bað ég um að verða falleg. Fegurð var í mínum huga leið til að ég gæti verið sérstök. Þegar ég var sérstök fann ég mest fyrir ást foreldra minna. Það var eins og það væri mikilvægt fyrir þau bæði, sérstaklega móður mína, að dóttir þeirra væri talin falleg,“ segir hún.

Var nauðgað á unglingsaldri

Emily var aðeins 12 ára þegar hún fékk fyrsta starfið sem fyrirsæta. Það var í tengslum við það sem hún tók í fyrsta sinn eftir að karlmenn hefðu áhuga á henni. „Ég var barn. En á einn eða annan hátt var ég strax orðin sérfræðingur í að draga að mér athygli karlmanna – það skipti engu þótt ég skildi ekki hvað ég ætti að gera með þessa athygli,“ skrifar hún.

Hún segir frá einu tilfelli þar sem hún var í áheyrnarprufu þar sem umboðsmaður sagði, á meðan hann var að skoða myndirnar af henni: „Þetta útlit . . . það er svona sem við vitum að þessari stúlku verður riðið.“ Hún segir að hún hafi farið hjá sér við þessi ummæli en kona, umboðsmaður, hafi sagt henni að það væri „gott“ að fá svona athugasemd.

Aðeins tveimur árum síðar var Emily, þá 15 ára, nauðgað af skólafélaga sínum sem var ári eldri. „Ég skil ekki af hverju 15 ára ég öskraði ekki eins hátt og ég gat. Af hverju stundi ég? Hver kenndi mér að ég ætti ekki að öskra. Ég hataði sjálfa mig,“ skrifar hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum