fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Gaf unnustunni ilmvatn – Það innihélt banvænt efni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 06:03

Sérfræðingar að störfum við heimili Charlie Rowley. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní 2018 fann Charlie Rowley pakka sem innihélt ilmvatnsglas. Hann gaf unnustu sinni Dawn Sturgess, 45 ára, ilmvatnið. Hún var hæst ánægð með það og efaðist ekki að um gott ilmvatn væri að ræða því flaskan hafði ekki verið opnuð. En 15 mínútum eftir að hún úðaði ilmvatni á sig var hún orðin veik. Hún lést átta dögum síðar.

Charlie á enn erfitt með að muna hvað gerðist þennan dag en hann veiktist sjálfur mjög mikið og má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi frá þessu. Þetta gerðist heima hjá þeim í Amesbury sem er um 15 kílómetra norðan við bæinn Salisbury.

Þar áttu skelfilegir atburðir sér stað í mars 2018 sem tengjast máli Charlie og Dawn. Rússneskir leyniþjónustumenn reyndu að myrða Sergei Skripal, fyrrum liðsmann leyniþjónustunnar KGG, með því að eitra fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Eitrið er baneitrað og það þar sáralítið af því til að verða fólki að bana. Sergei og dóttir hans Yulia urðu fyrir eitrun en lifðu hana af. Rússar hafa alla tíð neitað að hafa staðið á bak við morðtilræðið en bresk stjórnvöld hafa lagt fram ansi góðar sannanir fyrir því fáir trúa neitunum ráðamanna í Kreml, nema kannski þeir sjálfir.

En svo aftur sé vikið að máli Charlie og Dawn þá man Charlie lítið eftir því sem gerðist vegna þeirra eitrunaráhrifa sem hann varð fyrir en hann man að ilmvatnið var í kassa sem var pakkað inn í sellófan. Hann man líka að hann geymdi flöskuna heima hjá sér í Amesbury og að hann og Dawn voru sannfærð um að ekkert væri að ilmvatninu þar sem flaskan hafði ekki verið opnuð. Þetta var þekkt ilmvatnstegund.

„Þetta er mjög skrýtið. Það er mjög óhugnanlegt að eitthvað geti verið gert svona úr garði og skilið eftir á almannafæri,“ sagði Charlie í samtali við ITV.

Charlie Rowley, í miðjunni, heimsótti rússneska sendiráði í Lundúnum í apríl 2019 ásamt bróður sínum (t.v.). Mynd:Getty

Þegar hann opnaði flöskuna sullaðist smávegis á hendur hans. „Þetta var eins og olía og ég lyktaði af því og það lyktaði ekki eins og ilmvatn svo ég þvoði það strax af mér og hugsaði svo ekki meira um þetta. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði hann fyrir þremur árum. Líklega hefur handþvotturinn bjargað lífi hans en Dawn var ekki svo heppin. Aðeins 15 mínútum eftir að hún úðaði vökvanum á úlnlið sinn varð hún veik.

„Eftir tæpar 15 mínútur sagði Dawn að hún væri með höfuðverk og spurði hvort ég ætti verkjatöflur. Ég leitaði í íbúðinni og á meðan sagði hún að henni liði undarlega og neyddist til að leggjast í baðkarið en það fannst mér skrýtið. Ég fór inn á bað og fann hana alklædda og mjög veika í baðkarinu,“ sagði Charlie.

Þau fundust meðvitundarlaus á heimili þeirra þann 30. júní 2018 og voru strax lögð inn á sjúkrahús. Dawn lést átta dögum síðar en Charlie lifði af en var í lífshættu og meðvitundarlaus í margar vikur.

Priti Patel, innanríkisráðherra, tilkynnti í gær að yfirvöld ætli að rannsaka málið ítarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki