Það var hin 27 ára Bailey Boswell sem hafði í samvinnu við unnusta sinn, hinn 55 ára Aubrey Trail, lokkað Loofe á stefnumót og gefið sig út fyrir að vera Audrey. Þau myrtu Loofe í sameiningu og höfðu undirbúið það vel því þau höfðu keypt sagir, ruslapoka og klór áður en þau myrtu hana.
Nýlega var Boswell dæmd í ævilangt fangelsi fyrir sinn þátt í ódæðisverkinu en Trail var dæmdur til dauða í júní. Boswell slapp við dauðadóm því dómararnir þrír náðu ekki samstöðu um viðeigandi refsingu. Tveir vildu dæma hana til dauða en sá þriðji var ekki á því. Það var Peter Bataillo sem sagði í samtali við KETV að það væri sama hvaða refsning hefði orðið ofan á, hún hefði ekki dregið úr tilgangsleysi morðsins eða þeim mikla sársauka sem það hefur valdið fjölskyldu Loofe.
Vicky Johnson, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að morðið hafi verið tilgangslaust og að Loofe hafi verið bjargarlaust fórnarlamb. „Morðið var framið af yfirlögðu ráði. Boswell naut þess og líkið var að óþörfu limlest,“ sagði hún.