fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Tinderstefnumótið endaði hryllilega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 06:51

Bailey Boswell og Aubrey Trail. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. nóvember 2017 fór hin 24 ára Sydney Loofe á stefnumót með konu að nafni Audrey en hún hafði komist í samband við hana á Tinder. Mánuði síðar fannst lík Loofe í plastpokum á akri í Omaha í Nebraska. Líkið hafði verið skorið í litla hluta.

Það var hin 27 ára Bailey Boswell sem hafði í samvinnu við unnusta sinn, hinn 55 ára Aubrey Trail, lokkað Loofe á stefnumót og gefið sig út fyrir að vera Audrey. Þau myrtu Loofe í sameiningu og höfðu undirbúið það vel því þau höfðu keypt sagir, ruslapoka og klór áður en þau myrtu hana.

Nýlega var Boswell dæmd í ævilangt fangelsi fyrir sinn þátt í ódæðisverkinu en Trail var dæmdur til dauða í júní. Boswell slapp við dauðadóm því dómararnir þrír náðu ekki samstöðu um viðeigandi refsingu. Tveir vildu dæma hana til dauða en sá þriðji var ekki á því. Það var Peter Bataillo sem sagði í samtali við KETV að það væri sama hvaða refsning hefði orðið ofan á, hún hefði ekki dregið úr tilgangsleysi morðsins eða þeim mikla sársauka sem það hefur valdið fjölskyldu Loofe.

Vicky Johnson, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að morðið hafi verið tilgangslaust og að Loofe hafi verið bjargarlaust fórnarlamb. „Morðið var framið af yfirlögðu ráði. Boswell naut þess og líkið var að óþörfu limlest,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur