Það var sharíalögreglan í ríkinu sem framfylgdi dómnum þegar parið var hýtt á almannafæri en töluverður mannfjöldi safnaðist saman til að fylgjast með. Meðal áhorfenda voru embættismenn en hýðingin fór fram í almenningsgarði.
Aceh er eina ríkið í Indónesíu þar sem ströngum íslömskum lögum er framfylgt. Samkvæmt þeim er fólk hýtt fyrir þjófnað, fjárhættuspil og kynlíf utan hjónabands. Opinberar hýðingar hófust 2005 og margir óbreyttir borgarar í ríkinu styðja þær en ekki þó allir.
Meðal stjórnmálamanna eru skoðanir skiptar um þetta.