fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Greiddi 60 milljarða fyrir málverk – Er það falsað?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 08:00

Verkið Salvator Mundi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum greiddi Badr bin Abdullah, menningarmálaráðherra Sádí-Arabíu, 450 milljónir dollara, sem svarar til um 60 milljarða íslenskra króna, fyrir málverkið „Salvator Mundi“ sem var sagt vera eftir Leonardo da Vinci. En nú hefur spurning vaknað um hvort málverkið sé falsað?

CNN segir að forverðir hjá Prado þjóðminjasafninu í Madrid hafi lagt nýtt mat á málverkið og fært það úr flokki málverka sem voru örugglega máluð af da Vinci niður í flokk málverka sem voru til dæmis máluð af öðrum en undir eftirliti da Vinci eða með hans aðstoð eða þá að þau voru einfaldlega merkt honum en að fullu máluð af öðrum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efasemdum er sáð um hvort málverkið sé eftir da Vinci en þetta er í fyrsta sinn síðan það var selt 2017 sem þekkt safn kemur fram á völlinn með efasemdir um uppruna þess.

Mörg eintök eru til af málverkinu en það sem var selt á uppboðinu 2017 er yfirleitt nefnt Cook-útgáfan því maður að nafni Francis Cook keypti það árið 1900. Allt frá þeim tíma hefur verið rætt um hvort það sé falsað eður ei. Sumir telja þetta vera ekta da Vinci málverk og sérfræðingar staðfestu það fyrir uppboðið en það hefur samt sem áður ekki gert út af við efasemdir margra. Aðrir hafa bent á Ganay-útgáfu málverksins, sem var síðast seld á uppboði árið 1999, sem hið upprunalega og ófalsaða eintak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé