fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fuglaflensa breiðist hratt út í Evrópu og Asíu – Getur borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um nokkur tilfelli fuglaflensu í Evrópu og Asíu að sögn Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar OIE. Segir stofnunin að þetta sé skýrt merki um að veiran, sem veldur flensunni, sé í sókn á nýjan leik.

Smitin hafa valdið því að alifuglaræktendur eru á tánum en fyrri faraldrar hafa komið illa við þá því lóga hefur þurft milljónum fugla.

Sérfræðingar hafa vakið athygli á að veiran getur borist úr fuglum í fólk en í Kína hefur verið tilkynnt um rúmlega 20 slík tilfelli. Veiran heitir H5N6 og hefur hún nú borist í fleira fólk á þessu ári en á öllu síðasta ári.

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa skýrt frá faraldri á alifuglabúi í Chungcheongbuk-do og var öllum 770.000 fuglunum í búinu lógað vegna þess.

Smit hafa einnig greinst í búi í norðurhluta Japans og var öllum fuglunum þar lógað. Í Noregi þurfti að lóga 7.000 fuglum eftir að smit greindist í Rogalandi.

Fuglaflensa er til staðar í villtum fuglum en þegar þeir flytja sig á milli staða á veturna getur veiran borist frá þeim í alifugla og aðra fugla sem lifa ekki frjálsir í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“