Smitin hafa valdið því að alifuglaræktendur eru á tánum en fyrri faraldrar hafa komið illa við þá því lóga hefur þurft milljónum fugla.
Sérfræðingar hafa vakið athygli á að veiran getur borist úr fuglum í fólk en í Kína hefur verið tilkynnt um rúmlega 20 slík tilfelli. Veiran heitir H5N6 og hefur hún nú borist í fleira fólk á þessu ári en á öllu síðasta ári.
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa skýrt frá faraldri á alifuglabúi í Chungcheongbuk-do og var öllum 770.000 fuglunum í búinu lógað vegna þess.
Smit hafa einnig greinst í búi í norðurhluta Japans og var öllum fuglunum þar lógað. Í Noregi þurfti að lóga 7.000 fuglum eftir að smit greindist í Rogalandi.
Fuglaflensa er til staðar í villtum fuglum en þegar þeir flytja sig á milli staða á veturna getur veiran borist frá þeim í alifugla og aðra fugla sem lifa ekki frjálsir í náttúrunni.