fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Fuglaflensa breiðist hratt út í Evrópu og Asíu – Getur borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um nokkur tilfelli fuglaflensu í Evrópu og Asíu að sögn Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar OIE. Segir stofnunin að þetta sé skýrt merki um að veiran, sem veldur flensunni, sé í sókn á nýjan leik.

Smitin hafa valdið því að alifuglaræktendur eru á tánum en fyrri faraldrar hafa komið illa við þá því lóga hefur þurft milljónum fugla.

Sérfræðingar hafa vakið athygli á að veiran getur borist úr fuglum í fólk en í Kína hefur verið tilkynnt um rúmlega 20 slík tilfelli. Veiran heitir H5N6 og hefur hún nú borist í fleira fólk á þessu ári en á öllu síðasta ári.

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa skýrt frá faraldri á alifuglabúi í Chungcheongbuk-do og var öllum 770.000 fuglunum í búinu lógað vegna þess.

Smit hafa einnig greinst í búi í norðurhluta Japans og var öllum fuglunum þar lógað. Í Noregi þurfti að lóga 7.000 fuglum eftir að smit greindist í Rogalandi.

Fuglaflensa er til staðar í villtum fuglum en þegar þeir flytja sig á milli staða á veturna getur veiran borist frá þeim í alifugla og aðra fugla sem lifa ekki frjálsir í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi