Meðal þeirra er klámmyndaleikkonan Alexis Miller sem skýrir frá ofbeldi sem hún varð fyrir inni á salerni inni á vinsælum veitingastað sem heitir Rainbow Room. „Hann dró buxurnar niður um sig og ýtti höfði mínu niður um leið,“ sagði hún og bætti við að hana hafi verkjað í nokkra daga eftir ofbeldið. Þau höfðu þekkst árum saman og leikið saman í klámmynd.
Önnur kona, Tana, segir að Jeremy hafi nauðgað henni 2015 en það var áður en hún varð sjálf klámstjarna. Hún segist hafa hitt Jeremy í tengslum við útvarpsþátt sem þau komu bæði fram í. Eftir nokkurra mínútna samtal réðst Jeremy á hana að hennar sögn.
Jim Powers, klámmyndaframleiðandi, kemur einnig fram í heimildarmyndinni og ver Jeremy. Hann segist telja að ásakanirnar séu eingöngu settar fram til að reyna að fá peninga frá Jeremy.
Konurnar sem koma fram í heimildarmyndinni eiga ekki aðild að sakamálinu en því er enn ólokið.
Ef Jeremy verður fundinn sekur um öll ákæruatriði á hann allt að 250 ára fangelsi yfir höfði sér. Ákæran er í 34 liðum og byggist á framburði 23 kvenna. Jeremy neitar sök. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað 17 ára stúlku heima hjá sér árið 2008 og fyrir að hafa brotið kynferðislega á 15 ára stúlku árið 2004.