fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ákærður fyrir nauðgun, vörslu barnakláms, innbrot í tölvur og dreifingu kynferðislegs myndefnis – Saksóknari krefst ótímabundins fangelsisdóms

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 07:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega eitt ár hefur 27 ára karlmaður frá Herning í Danmörku setið í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil kynferðisbrot. Nú hefur ákæra verið gefin út á hendur honum og er hún í 46 liðum. Hann er meðal annars ákærður fyrir umfangsmikil brot á netinu, nauðgun, blyðgunarsemisbrot og þvingun. Málið er með þeim stærri af þessu tagi sem hafa komið upp í Danmörku og til marks um alvarleikann þá krefst saksóknari þess að maðurinn verði dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi þar sem hann sé svo hættulegur samfélaginu.

Ótímabundin vistun í fangelsi er ein þyngsta refsingin samkvæmt dönskum lögum og þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir fyrr en sérstök nefnd telur það óhætt. Mörg dæmi eru um að fólk losni aldrei úr fangelsi eftir slíkan dóm.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið hafi komið upp þegar 19 ára kona kærði manninn í október 2019 fyrir að hafa brotist inn í tölvu hennar og þvingað hana til að gera ákveðna hluti með því að hafa í hótunum við hana. Lögreglan hóf þá rannsókn á málinu sem varð sífellt meira að umfangi. Lögreglan gerði fjölda húsleita og lagði hald á tölvur og tölvubúnað hjá manninum.

Rannsókn málsins hefur verið mjög umfangsmikil og lögreglan hefur farið yfir gríðarlegt magn gagna, þar á meðal myndefni, og haft upp á og rætt við fórnarlömb mannsins. Gríðarlegt magn kynferðislegra ljósmynda fannst hjá manninum og hefur lögreglan borið kennsl á um 500 fórnarlömb. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember á síðasta ári.

Maðurinn er ákærður fyrir þvingun, blygðunarsemisbrot, vörslu barnakláms, að hafa brotist inn í tölvur og tölvukerfi, að hafa dreift myndefni sem hann komst yfir við tölvuinnbrot sín og nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum