CNN segir að fíkniefnin hafi fundist við leit í farmi af laukhringjum sem var að koma frá Coquelles í Frakklandi.
Perzenowski var færður fyrir dómara á laugardaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann á að koma aftur fyrir dómara 13. desember.
Mark Howes, deildarstjóri hjá National Crime Agency, sagði að í málinu hafi mjög mikið af fíkniefnum verið haldlagt áður en tókst að koma þeim á markaðinn. CNN hefur einnig eftir honum að haldlagningin komi í veg fyrir að glæpahópar hagnist mikið og það sé þungt högg fyrir þá.