fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Hart tekið á mótmælendum á Kúbu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 10:15

Frá mótmælum í Havana í sumar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kommúnistastjórnin á Kúbu lét í gær handtaka fjölda baráttumanna fyrir lýðræði en boðað hafði verið til mótmæla víða um landið. Yfirvöld höfðu lagt bann við mótmælunum en markmið þeirra var að krefjast lausnar allra pólitískra fanga.

Mótmælin áttu að fara fram síðdegis í gær en ekki varð úr þeim þar sem götur höfuðborgarinnar Havana voru fullar af lögreglumönnum og liðsmönnum öryggissveita kommúnistastjórnarinnar.

Bandaríkjastjórn hefur fordæmt aðgerðir kommúnistastjórnarinnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að kúbverska einræðisstjórnin hafi beitt fyrirsjáanlegum aðgerðum með því að dæma fólk til þungra refsinga, handtökum hafi verið beitt af handahófi og reynt hafi verið að hræða þá landsmenn sem krefjast breytinga.

Meðal hinna handteknu er Manuel Cuesta Morua sem hefur verið í fararbroddi fyrir lýðræðissinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi