fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

„Ég hélt að hóstinn væri tengdur bakvandamáli – Síðan fékk ég að vita að ég ætti tvær vikur ólifaðar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 22:00

Becca Smith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Becca Smith, 29 ára fitnesskennari og einkaþjálfari, fór til læknis fyrir um tveimur árum vegna hósta og bakverkja átti hún ekki von á að eitthvað mjög alvarlegt væri að henni. En henni brá mikið þegar læknar skýrðu henni frá niðurstöðu rannsóknarinnar.

Hún var með lungnakrabbamein og átti að þeirra sögn aðeins tvær vikur ólifaðar. The Sun skýrir frá þessu.

Allt hófst þetta í árslok 2019 þegar Smith var að koma eigin jógastúdíói á laggirnar í Leeds á Englandi. Hún fór þá að finna fyrir verkjum og færðist þetta í aukana í janúar og mígreni gerði vart við sig. Hún hætti að stunda jóga og styrktaræfingar því hún taldi sig vera með brjósklos.

Hún fór síðan til sjúkraþjálfara, hnykkjara og lækna en enginn gat skorið úr um hvað væri að hrjá hana. Eftir að hún hafði misst sjónina í annað sinn var hún lögð inn á sjúkrahús en hún taldi að brjósklosinu væri um að kenna.

En líðan hennar fór versnandi og hún átti erfitt með andardrátt. Hún var sett í öndunarvél og kælipokar voru stöðugt hafðir á höfði hennar vegna verkja, hún gat ekki gengið. „Ég man að tveir læknar komu inn til mín. Þeir drógu gardínurnar fyrir og ég fékk hnút í maganna. Ég vissi að eitthvað var að,“ sagði hún.

Læknarnir spurðu hana hvort hún vildi hafa foreldra sína viðstadda en hún afþakkað það því hún hafði aldrei ímyndað sér að sjúkdómsgreiningin væri mjög slæm. Læknarnir sögðu henni að hún væri með fjórða stigs lungnakrabbamein og að ekkert væri hægt að gera, krabbameinið hefði borist frá lungunum í hryggsúluna og heilann. Þeir sögðu henni að hún ætti tvær vikur eftir ólifaðar.

En þeir höfðu ekki alveg rétt fyrir sér því Becca Smith er enn á lífi og er byrjuð að stunda líkamsrækt. Hluti af meðferðinni, sem hún fékk, virkaði og hún er laus við krabbameinið úr heilanum en enn er smávegis eftir í vinstra lunganu og hryggsúlunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum