fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Sakaði stjórnmálaleiðtoga um kynferðisofbeldi – Nú er hún horfin sporlaust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 16:30

Peng Shuai. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai varpaði í byrjun mánaðarins sprengju inn í kínverskt þjóðfélag. Á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo sakaði hún Zhang Gaoli, fyrrum varaforsætisráðherra, um kynferðisofbeldi. En nú hefur málið tekið nýja og dularfulla stefnu sem vekur áhyggjur margra. Ástæðan er að Peng Shuai, sem er 35 ára, hefur ekki sést eftir að hún setti ásakanirnar fram.

Daily Mail skýrir frá þessu. Eftir því sem Peng Shuai sagði þá varð hún fyrir kynferðisofbeldi af hálfu varaforsætisráðherrans fyrir þremur árum. „Þetta síðdegi veitti ég ekki samþykki og ég gat ekki hætt að gráta. Þú fórst með mig heim til þín og neyddir mig þess,“ skrifaði hún að sögn BBC sem var meðal þeirra fjölmiðla sem náðu að sjá færslu hennar áður en henni var eytt aðeins 20 mínútum eftir að hún var skrifuð. Kínversk yfirvöld fylgjast vel með Weibo og fjarlægja „óþægilegt“ efni fyrirvaralaust.

Peng Shuai sagði að þau hefðu fyrst hist fyrir rúmlega 10 árum og hafi þá tekið upp ástarsamband. Zhang Gaoli sleit sambandinu þó skömmu síðar en sjö árum síðar vildi hann aftur taka upp samband og bauð Peng Shuai því til Peking til að spila tennis og beitti hana síðan kynferðisofbeldi.

Í færslu sinni sagði Peng Shuai að hún hafi ekki neinar sannanir fyrir að hafa átt í sambandi við Zhang Gaoli, sem var og er kvæntur, sem vildi halda sambandinu leyndu.

#MeToo-mál hafa áður komið upp í Kína en þetta mál er talið vera hið fyrsta þar sem háttsettur meðlimur í kínversku kommúnistastjórninni kemur við sögu. Leta Hong Fincher, rithöfundur, sagði í samtali við Washington Post að málið geti verið „sprengja“ fyrir stjórn kommúnista. „Þetta er mjög eldfimt. Það er einmitt þess vegna sem kommúnistastjórnin telur femínistahreyfinguna vera ógn,“ sagði hún.

Ekkert hefur heyrst frá Peng Shuai og ekki er vitað hvar hún er en það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að hún sé horfin. Kommúnistastjórnin hefur áður sýnt að hún vílar ekki fyrir sér að ræna fólki og jafnvel láta það hverfa ef það er stjórninni ekki þóknanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans