fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Leiðtogalausir Þjóðverjar ræða hvort skylda eigi fólk í bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 05:49

Fólk bíður eftir að komast í bólusetningu í stærstu moskunni í Köln. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í mikilli sókn í Þýskalandi að undanförnu og í síðustu viku var met slegið hvað varar fjölda smita á einum degi og andlátum hefur einnig fjölgað. En Þjóðverjar eiga erfitt með að taka á faraldrinum af festu vegna óvissu í stjórnmálum. Viðkvæmar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar standa yfir og má segja að landið sé eiginlega án leiðtoga. Það er að segja á landsvísu, sambandsríkin hafa sína eigin leiðtoga og völd.

Meðal almennings hefur hugmyndin um að taka upp skyldubólusetningu gegn kórónuveirunni notið vaxandi stuðnings að undanförnu en ósennilegt má teljast að sú leið verði farin á næstunni. Ástæðan er að pólitískt séð er landið ekki byggt upp á mikilli miðstýringu, sambandsríkin hafa sjálf rúm völd um aðgerðir, og vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem standa yfir. Skiptir þá engu þótt rauð aðvörunarljós blikki ótt og títt um allt landið.

„Bólusetningarhlutfallið er of lágt. Við erum á eftir áætlun með örvunarbólusetningarnar. Sýnatöku hefur verið hætt. Það er engin áætlun,“ skrifaði Christian Endt, blaðamaður hjá vikublaðinu Die Zeit, á Twitter.

Verst er ástandið í suðurhluta landsins og suðausturhluta þess, í Bæjaralandi, Sakslandi og Thüringen. Dæmi eru um að flytja hafi þurft alvarlega veikt fólk mörg hundruð kílómetra leið í sjúkrabílum til að koma því á sjúkrahús þar sem sjúkrahúsin í heimahéruðum þess eru yfirfull.

Það er ekki hægt að segja að aðgerðir Þjóðverja gegn veirunni hafi verið áhrifamiklar eða samræmdar. Þar sem miðstýringin er ekki eins mikil og við eigum til dæmis að venjast á Norðurlöndunum þá eru margir sem koma að ákvarðanatökunni og yfirvöld í sambandsríkjunum eiga oft í togstreitu við ríkisstjórnina og yfirvöld sem starfa á landsvísu. Að auki er töluverður hluti þjóðarinnar efins um aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn veirunni.

Um 69% Þjóðverja hafa lokið bólusetningu og stendur landið öðrum stórum ESB-ríkjum töluvert langt að baki hvað þetta varðar. Í Frakklandi, Ítalíu og Spáni er hlutfallið 76-81% samkvæmt tölu frá Our World in Data.

En vegna þess hversu slæm fjórða bylgja faraldursins, sem nú ríður yfir Þýskaland, hefur verið hafa margir skipt um skoðun hvað varðar hugsanlega bólusetningarskyldu. Í ágúst sögðust 46% aðspurðra vera hlynntir skyldubólusetningu. Í nýrri könnun sem var gerð fyrir Tagesschau var hlutfallið komið í 57%.

Í miðju hins pólitíska litrófs er skýr meirihluti fyrir skyldubólusetningu. 73% kjósenda Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel, eru hlynntir því en yst til hægri og vinstri er staðan allt önnur og fáir sem aðhyllast skyldubólusetningu.

Jens Spahn núverandi heilbrigðisráðherra er úr flokki Kristilegra demókrata og er hann ekki hrifinn af hugmyndinni um skyldubólusetningu. „Skyldubólusetning myndi rífa landið okkar í sundur,“ sagði hann í samtali við Spiegel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga