fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Uppfært – Hryllingur í Svíþjóð – Tvö ung börn stungin og hent fram af svölum fjölbýlishúss

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 05:51

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 21.46 í gærkvöldi barst lögreglunni í Hässelby, sem er í norðurhluta Stokkhólms, tilkynning um að tvö ung börn hefðu fundist alvarlega slösuð utan við fjölbýlishús. Aftonbladet hefur heimildir fyrir að fullorðinn einstaklingur hafi einnig fundist slasaður í íbúð í húsinu.

Fjöldi lögreglumanna og sjúkrabíla var strax sendur á vettvang. Tveir fullorðnir voru handteknir á vettvangi sagði talskona lögreglunnar. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að börnin hafi verið stungin og síðan kastað út af svölum eða út um glugga.

Talskona lögreglunnar staðfesti að málið væri rannsakað sem morðtilraun. Hún sagði að börnin væru yngri en 10 ára og gruni lögregluna að þau hafi fallið til jarðar úr mikilli hæð. Hún sagði að þeir sem voru handteknir séu grunaðir um morðtilraun og tengist börnunum en vildi ekki skýra nánar í hverju þau tengsl eru fólgin. Aftonbladet segir að annar hinna handteknu sé aðilinn sem fannst slasaður í íbúð í húsinu.

Börnin voru flutt með þyrlu á sjúkrahús en þau eru mjög alvarlega slösuð. Aftonbladet segir að lögreglan telji að börnin hafi verið stungin inni í íbúðinni og síðan hent fram af svölum hennar sem eru í um 15 metra hæð.

Uppfært klukkan 07.47

Annað barnið er látið að sögn Aftonbladet og hitt er í lífshættu. Það eru karl og kona sem voru handtekin vegna málsins. Expressen segir að karlmaðurinn sé faðir barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga