fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Fótalaus maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir tryggingasvik

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 15:15

Lestarstöð í Ungverjalandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sjö ár hefur Ungverjinn Sandor, sem er nú 54 ára, þurft að nota hjólastól eftir að hann missti báðar fætur frá hné og niður. Það gerðist þegar hann, að eigin sögn, hrasaði og lenti fyrir lest. En nýlega var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða allan málskostnað en hann var sakfelldur fyrir tryggingasvik.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að Sandor hafi verið ákærður fyrir tryggingasvik. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði viljandi kastað sé fyrir lest með það fyrir augum að lestin myndi fara yfir báða fætur hans. Með þessu ætlaði hann að komast yfir tryggingafé upp á sem svarar til um 400 milljóna íslenskra króna.

Sandor þvertekur fyrir að hafa sett þetta á svið og segist hafa stigið á glerbrot og hafi við það misst jafnvægið og dottið út á lestarteina í þann mund sem lest kom aðvífandi.

Saksóknurum fannst grunsamlegt að Sandor hafði keypt sér 14 líf- og slysatryggingar á 12 mánaða tímabili áður en hann lenti í „slysinu“. Fyrir dómi sagði hann að þetta hefði hann gert eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf þar sem honum var ráðlagt að tryggja sig betur.

En hann fær ekki mikið af þessu peningum og þarf nú einnig að dúsa í fangelsi í tvö ár og greiða allan málskostnað. En það versta er nú væntanlega að hann verður fótalaus það sem hann á eftir ólifað. Hann er nú byrjaður í lögfræðinámi og vonast til að í framtíðinni finni hann annað fólk sem eigi í útistöðum við tryggingafélög sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Í gær

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Í gær

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn