En það er enn mikil vinna fram undan að sögn vísindamanna við að þróa aðferðina þannig að hægt sé að framleiða mikið magn eldsneytis.
Aðferðin er hluti af umfangsmiklum tilraunum til að þróa nýjar aðferðir til að draga úr losun CO2 frá flugvélum og skipum en sú losun er um 8% af heildarlosuninni á þessari gróðurhúsalofttegund.
Aðferðin sem um ræðir byggist á að taka koldíoxíð og vatn úr loftinu og nýta orku sólarinnar til að breyta þessu í blöndu af kolsýrlingi og súrefni. Síðan er annað tæki notað til að breyta þessari lofttegund í vökva sem er hægt að nota sem eldsneyti.
Ef kerfið verður stækkað nægilega mikið gæti það hugsanlega séð öllum flugvélum og skipum heims fyrir eldsneyti. En til þess þarf að reisa stórar verksmiðjur, svo stórar að stærð þeirra er sem nemur 0,5% af Saharaeyðimörkinni.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.