fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Plataði eiginmanninn í 20 ár – Fékk hann til að halda að hann væri með vitglöp og stal milljónum frá honum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 17:10

Donna Marino. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donna Marino, 63 ára frá East Haven í Connecticut í Bandaríkjunum, er grunuð um að hafa stolið sem nemur um áttatíu milljónum íslenskra króna frá eiginmanni sínum. Lögregla telur að frá árinu 1999 hafi hún talið eiginmanni sínum trú um að hann þjáðist af Alzheimers.

NBC Connecticut skýrir frá þessu. Málið er nú til rannsóknar en Donna er grunuð um skjalafals og þjófnað. Hún falsaði meðal annars undirskrift eiginmannsins á mörgum ávísunum sem hann fékk sendar í pósti. Þannig gat hún leyst þær út en hún stýrði fjárhag hans alfarið.

Hún virðist hafa komist upp með þetta í 20 ár. New Haven Register segir að það hafi verið uppkomin dóttir mannsins sem áttaði sig á að Donna væri ekki öll þar sem hún væri séð. Hún fann skjöl, sem henni fundust grunsamleg, sem vöktu með henni grun um að Donna hefði svindlað á föður hennar.

Lögreglan í East Haven staðfesti að maðurinn og dóttirin hafi kært Donna í mars 2019. Þá hafi ítarleg rannsókn hafist og hafi Donna viðurkennt að hafa blekkt eiginmanninn og haft af honum fél.

„Maðurinn hennar vildi fara í bankann til að taka út peninga en hún sagði honum að þegar hann gerði það síðast hafi orðið mikil vandræði út af Alzheimers sjúkdómi hans. Þetta varð til þess að hann fór ekki í bankann af ótta við að niðurlægja sjálfan sig,“ sagði Gregory Borer talsmaður lögreglunnar.

Rannsóknin leiddi í ljós að Donna gerði þetta til að koma í veg fyrir að eiginmaðurinn uppgötvaði að hún hafði tekið peninga út af reikningi hans. Auk þess hafði hún veðsett margar af eignum hans. Hún segist hafa notað peningana til að hjálpa ættingjum sínum að greiða húsaleigu, bílalán og kaupa mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki