Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að 67% svarenda töldu að bresk yfirvöld hafi tekið við öllum þeim gyðingum sem vildu koma til Bretlands eða hluta þeirra. Þetta er rangt því breska ríkisstjórnin lokaði algjörlega á gyðinga þegar síðari heimsstyrjöldin braust út.
The Guardian segir að þegar fólk var spurt um hina svokölluðu Kindertransport aðgerð hafi 76% ekki vitað hvað það var. Þetta var aðgerð á árunum 1938 til 1939 en með henni tókst að bjarga tæplega 10.000 gyðingabörnum undan nasistum og flytja þau til Bretlands.
Niðurstöður könnunarinnar sýndu einnig að 89% svarenda höfðu heyrt um Helförina og þrír fjórðu hlutar vissu að hún snerist um fjöldamorð á gyðingum. 57% sögðust telja að Bretum stæði almennt minna á sama um Helförina nú en áður og 56% sögðust telja að eitthvað á borð við Helförina geti átt sér stað aftur.