fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

Eitthvað undarlegt er á seyði – Snúningshraði jarðarinnar hefur aukist

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 22:00

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur árum hefur snúningshraði jarðarinnar aukist og vita vísindamenn ekki af hverju. Aukinn snúningshraði þýðir að sólarhringurinn styttist. Fyrir tveimur árum gátu vísindamenn slegið því föstu að eitthvað óvenjulegt væri á seyði. Fram að því hafði þróunin verið sú að það hægði á snúningnum og þannig hafði það verið í milljarða ára. En fyrir tveimur árum byrjaði þetta að snúast við.

Á síðasta ári var viðsnúningurinn orðinn það mikill að svokallaður núllpunktur náðist og í framhaldinu fór sólarhringurinn að styttast en slík þróun hefur aldrei sést síðan nákvæmar mælingar á snúningi jarðarinnar hófust 1962 en þá voru atómklukkur teknar í notkun. Á síðasta ári og þessu mældust stystu sólarhringar sem nokkru sinni hafa mælst.

Tímamunurinn er þó ekki mikill, ekkert sem við tökum eftir í hinu daglega lífi. Hér er aðeins um einn þúsundasta úr sekúndu að ræða. Sem dæmi má nefna að 28. september síðastliðinn var 0,0006578 sekúndum styttri en 24 klukkustundir.

Þrátt fyrir að þetta sé nú ekki svo mikið að það trufli dægursveiflu lífvera hér á jörðinni þá er nú þegar farið að ræða af alvöru um þörf á að draga eina sekúndu frá opinberum klukkum í stað þess að bæta við sekúndu eins og hefur verið gert nokkrum sinnum. Aldrei hefur þurft að draga frá.

En hvað varðar spurninguna um af hverju dagarnir hafa lengst um langa hríð þá telja vísindamenn sig vita svarið. Það er núningur lands og hafs, sjávarföll, sem veldur því. Það má líkja þessu við að leggja fingur á hringekju, smám saman hægir hún á sér.

En það sem veldur því að nú snýst jörðin hraðar er svo öflugt að það vegur upp áhrif sjávarfalla og núningsins af þeirra völdum því sjávarföllin hafa ekki breyst. Það er tunglið sem veldur sjávarföllum en tunglið fjarlægist jörðina árlega um 3,7 sentimetra.

Ekki er vitað af hverju snúningshraðinn er að aukast en ljóst er að eitthvað veldur því. Vitað er að snúningshraðinn eykst við öfluga jarðskjálfta en þeir koma ekki við sögu núna.

Því hefur verið velt upp hvort loftslagsbreytingarnar með tilheyrandi hlýnun eigi hlut að máli. Jöklar bráðna og vatn flæðir út í sjó og veldur því að snúningshraðinn eykst en það eru svo lítil áhrif að þau skýra ekki það sem er að eiga sér stað nema að örlitlu leyti.

Því hefur einnig verið velt upp að langvarandi þurrkar við miðbaug eigi hlut að máli. Þeir valda því að mikill massi hverfur frá svæðinu og þar með aukist snúningshraðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi
Pressan
Í gær

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umferðarslys afhjúpaði hrikalegt fjölskylduleyndarmál

Umferðarslys afhjúpaði hrikalegt fjölskylduleyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vangaveltur um hvort pilturinn á þessari mynd verði næsti einræðisherra Norður-Kóreu

Vangaveltur um hvort pilturinn á þessari mynd verði næsti einræðisherra Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nancy mætti í umdeildan viðtalsþátt Jerry Springer með sínum fyrrverandi og ástkonu hans – Myrt daginn sem þátturinn var sýndur

Nancy mætti í umdeildan viðtalsþátt Jerry Springer með sínum fyrrverandi og ástkonu hans – Myrt daginn sem þátturinn var sýndur