fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bill Gates varar við lífefnaárásum og hvetur stjórnvöld til að undirbúa sig undir næsta heimsfaraldur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 15:30

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, sem er fjórði ríkasti maður heims, segir að þörf sé á að eyða „tugum milljarða, í rannsóknir og þróunarvinnu til að undirbúa heimsbyggðina undir næsta heimsfaraldur.  Hann varar einnig við árásum hryðjuverkamanna með lífefnavopnum og hvetur þjóðarleiðtoga til að undirbúa sig undir slíkar árásir.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Gates hafi sagt þetta í samræðum við Jeremy Hunt, formann heilbrigðisnefndar breska þingsins, á vegum hugveitunnar Policy Exchange. Hann sagði að stjórnvöld um allan heim verði að setja milljarða í rannsóknir og þróunarvinnu til að heimsbyggðin verði betur í stakk búin til að takast á við næsta heimsfaraldur og lífefnaárásir hryðjuverkamanna.

Gates hvatti einnig til að Heimsfaraldursviðbragðsteymi verði sett á laggirnar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO og að milljarðar dollara yrðu settir í það verkefni. Hann sagði að líklega þurfi slíkt teymi um milljarð dollara á ári til að sinna eftirliti, undirbúningi og æfingum.

Hann varpaði fram þeirri spurningum hvað muni gerast ef hryðjuverkamaður fari á 10 flugvelli og hafi stórubóluveiru með í för. „Þú veist, hvernig mun heimurinn bregðast við því?“ sagði hann.

„Það eru náttúrulegir faraldrar og lífefnahernaðarfaraldrar sem geta jafnvel verið verri en sá sem við glímum við núna en samt sem áður ættu framfarir í læknavísindum að færa okkur verkfæri svo við gætum staðið okkur miklu betur,“ sagði hann og bætti við að lönd á borð við Bandaríkin og Bretland verði að verja tugum milljarða í rannsóknar- og þróunarvinnu til að undirbúa sig undir næsta heimsfaraldur.

Einnig sagði hann að rannsóknar- og þróunarvinna sé dýr þá geti hún leitt af sér aðrar framfarir, til dæmis að hægt verði að gera út af við hefðbundnar inflúensu og kvef.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga