fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Austurríki setur útgöngubann á óbólusetta – Háar sektir ef bannið er brotið

Pressan
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 16:22

Night time view of the state opera house in Vienna, Austria. This view was the cause of the loss of the lens that took this image :((

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Austurríki hafa ákveðið að fara þá leið að láta óbólusetta í landinu sæta útgöngubanni. Bannið tekur gildi á miðnætti og mun vara í 10 daga til að byrja með. AP fréttastofan greinir frá og Vísir vakti athygli á málinu.

Útgöngubannið er liður í aðgerðum til að sporna við hraðri útbreiðslu COVID-19 í landinu. Felur bannið í sér að allir eldri en 12 ára mega ekki yfirgefa heimili sín nema til að sækja vinnu, versla í matinn, fara í göngutúr eða til að mæta í bólusetningu.

Yfirvöld óttast fjölgun andláta í faraldrinum sem og að heilbrigðiskerfið hætti að ráða við fjölda COVID-sjúklinga.

Kanslari Austurríkis, Alexander Schallenberg sagði við fjölmiðla í landinu í dag að það væri hlutverk yfirvalda að vernda þegna sína. „Þess vegna höfum við ákveðið að frá og með mánudeginum verði óbólusettir í útgöngubanni.“

Útgöngubannið mun ná til um 2 milljóna einstaklinga en börn yngri en 12 ára eru undanskilin þar sem þau mega enn ekki fá bóluefni.

Þeir sem brjóta gegn banninu eiga yfir höfði sér allt að 200 þúsund króna sektargreiðslur.

Austurríki er með eitt lægsta hlutfall bólusettra í vesturhluta Evrópu en aðeins um 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusettur. Fleiri þúsund nýrra smita greinast á degi hverjum í Austurríki eða rúmlega 11 þúsund í gær. Smitstuðull meðal óbólusettra í landinu er um fjórum sinnum hærri en meðal bólusettra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“