fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Austurríki setur útgöngubann á óbólusetta – Háar sektir ef bannið er brotið

Pressan
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 16:22

Night time view of the state opera house in Vienna, Austria. This view was the cause of the loss of the lens that took this image :((

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Austurríki hafa ákveðið að fara þá leið að láta óbólusetta í landinu sæta útgöngubanni. Bannið tekur gildi á miðnætti og mun vara í 10 daga til að byrja með. AP fréttastofan greinir frá og Vísir vakti athygli á málinu.

Útgöngubannið er liður í aðgerðum til að sporna við hraðri útbreiðslu COVID-19 í landinu. Felur bannið í sér að allir eldri en 12 ára mega ekki yfirgefa heimili sín nema til að sækja vinnu, versla í matinn, fara í göngutúr eða til að mæta í bólusetningu.

Yfirvöld óttast fjölgun andláta í faraldrinum sem og að heilbrigðiskerfið hætti að ráða við fjölda COVID-sjúklinga.

Kanslari Austurríkis, Alexander Schallenberg sagði við fjölmiðla í landinu í dag að það væri hlutverk yfirvalda að vernda þegna sína. „Þess vegna höfum við ákveðið að frá og með mánudeginum verði óbólusettir í útgöngubanni.“

Útgöngubannið mun ná til um 2 milljóna einstaklinga en börn yngri en 12 ára eru undanskilin þar sem þau mega enn ekki fá bóluefni.

Þeir sem brjóta gegn banninu eiga yfir höfði sér allt að 200 þúsund króna sektargreiðslur.

Austurríki er með eitt lægsta hlutfall bólusettra í vesturhluta Evrópu en aðeins um 65 prósent þjóðarinnar er fullbólusettur. Fleiri þúsund nýrra smita greinast á degi hverjum í Austurríki eða rúmlega 11 þúsund í gær. Smitstuðull meðal óbólusettra í landinu er um fjórum sinnum hærri en meðal bólusettra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn