Uppboðshúsið hafið áætlað að 20 til 30 milljónir dollara myndu fást fyrir verkið.
„Meules de blé” sýnir heysátu í franska bænum Arles en þar bjó van Gogh i rúmlega eitt á níunda áratug nítjándu aldar.
Hann er talinn einn stærsti listmálari sögunnar og meðal þeirra sem hafa haft mest áhrif á listgreinina. Sjálfur upplifði hann ekki miklar vinsældir á meðan hann var á lífi.
Eftir andlát van Gogh 1890 eignaðist bróðir hans, Theo van Gogh, „Meules de blé”. Málverkið skipti síðan nokkrum sinnum um eigendur þar til nasistar læstu klónum í það í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið var ekki vitað hvar málverkið var fyrr en á áttunda áratugnum.