fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kórónuveira í hjartardýrum getur breytt þróun heimsfaraldursins – Vísindamenn segja þetta töluvert áhyggjuefni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 18:00

Virginíuhjörtur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV hefur skýrt frá þá hefur kórónuveiran SARS-CoV-2 borist í Virginíuhirti í Iowa í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Vísindamenn segja að þetta sé töluvert áhyggjuefni og geti haft mikil áhrif á langtímaþróun heimsfaraldursins.

Allt frá því að kórónuveiran kom fram á sjónarsviðið og fór að herja á heimsbyggðina hafa komið fram vísbendingar um að Virginíuhirtir séu mjög móttækilegir fyrir veirunni og að mörg dýr væru að smitast um allt land. NPR skýrir frá þessu.

Í september á síðasta ári sýndu reiknilíkön að veiran gæti auðveldlega bundist við og komist inn í frumur Virginíuhjarta. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að 40% Virginíuhjarta í Norðausturríkjunum og Miðvesturríkjunum séu með mótefni gegn veirunni í blóði sínu.

Rannsókn dýralækna við ríkisháskólann í Pennsylvania hefur leitt í ljós að 30% þeirra Virginíuhjarta, sem þeir tóku sýni úr í Iowa, voru með veiruna í sér. Í rannsókn þeirra, sem var birt nýlega, er því varpað fram að Virginíuhirtir geti orðið hýsill fyrir veiruna. Það þýðir að dýrin munu bera veiruna í sér að eilífu og öðru hvoru mun hún berast í fólk frá þeim.

Ef það gengur eftir þá gerir það í raun úti um allar vonir um að hægt verði að eyða veirunni algjörlega í Bandaríkjunum og þar með í heiminum að sögn Suresh Kuchipudi, veirufræðings hjá ríkisháskólanum í Pennsylvania, sem stýrði rannsókninni. „Ef veiran hefur möguleika á að finna sér aðra hýsla en menn, við getum kallað það geymsluhýsla, þá mun það verða öruggt skjól þar sem veiran getur haldið áfram að vera til og það jafnvel þótt allt mannkynið verði ónæmt. Þar með verður sífellt flóknara að hafa stjórn á veirunni eða uppræta hana,“ sagði í samtali við NPR.

Í rannsókninni kom í ljós að veiran, sem fannst í hjartardýrunum, er sú sama og er í fólki. Þetta bendir til að veiran hafi borist í dýrin úr fólki og það margoft bara í Iowa að sögn Kapur.  Síðan hafi hún breiðst út á milli dýranna.

Linda Saif, veirufræðingur við ríkisháskólann í Ohio, sagði að líklega væru hjartardýr að smitast af fólki um öll Bandaríkin en Virginíuhirtir lifa um alla Norður-Ameríku, Miðameríku og nyrst í Suður-Ameríku. Hún sagði að þrátt fyrir að veiran virðist ekki valda veikindum hjá dýrunum þá séu niðurstöður rannsóknarinnar frá Iowa mikið áhyggjuefni. „Nú er spurningin: Getur veiran borist aftur í fólk frá dýrunum? Eða geta dýrin smitað búfénað? Við vitum ekki enn svörin við þessu en ef svo er, þá er það augljóslega mikið áhyggjuefni,“ sagði hún.

Hún benti einnig á að það sé einnig áhyggjuefni ef veiran getur þróast í hjartardýrunum og úr orðið ný tegund af veirunni. Slíkt hefur nú þegar komið upp í minkabúum í Hollandi og Póllandi. Þar smituðust dýrin af starfsfólki. Þegar veiran dreifði sér síðan á meðal dýranna stökkbreyttist hún og ný afbrigði urðu til. Þessi nýju afbrigði bárust síðan í fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist