fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Heimsfaraldurinn hefur kostað 28 milljónir æviára

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 15:30

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Oxfordháskóla hafa komist að þeirri niðurstöðu að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi kostað 28 milljónir æviára fram að þessu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu með því að skoða dánartölur og á hvaða aldri fólk var þegar það lést af völdum COVID-19. Þetta er stærsta rannsóknin sem gerð hefur verið til þessa á áhrifum faraldursins.

Rannsóknin náði til 37 ríkja og var skoðað á hvaða aldri fólk var þegar það lést og borið saman við ævilíkur í viðkomandi ríkjum. Segja vísindamennirnir að líklega séu tölurnar mun hærri því fá ríki frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku voru tekin með því lítið er um gögn frá þeim. Til viðbótar glötuðu æviárunum þá hafa lífslíkur styst í mörgum ríkjum vegna faraldursins. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMJ.

The Guardian hefur eftir Nazrul Islam, sem stýrði rannsókninni, að rannsakendum hafi verið mjög brugðið yfir því sem þeir komust að. „Við urðum að gera hlé á ákveðnum tímapunkti til að fara yfir allt aftur,“ sagði hann. Hann sagði að sér væri mjög brugðið yfir tölunum og ekkert hafi haft eins mikil áhrif á hann á lífsleiðinni og heimsfaraldurinn.

Frá 2005 til 2019 jukust ævilíkur karla og kvenna í öllum ríkjunum 37 sem rannsóknin náði til. 2020 breyttist þetta hins vegar. Þá jukust ævilíkur fólks í Noregi, Nýja-Sjáland og Taívan en í Danmörku, Íslandi og Suður-Kóreu varð engin breyting á. Í öllum hinum ríkjunum styttust ævilíkurnar hins vegar á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Í 25 ár héldu allir að hann væri venjulegur fjölskyldufaðir – En hann átti sér skelfilegt leyndarmál

Í 25 ár héldu allir að hann væri venjulegur fjölskyldufaðir – En hann átti sér skelfilegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd