Rannsóknin náði til 37 ríkja og var skoðað á hvaða aldri fólk var þegar það lést og borið saman við ævilíkur í viðkomandi ríkjum. Segja vísindamennirnir að líklega séu tölurnar mun hærri því fá ríki frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku voru tekin með því lítið er um gögn frá þeim. Til viðbótar glötuðu æviárunum þá hafa lífslíkur styst í mörgum ríkjum vegna faraldursins. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMJ.
The Guardian hefur eftir Nazrul Islam, sem stýrði rannsókninni, að rannsakendum hafi verið mjög brugðið yfir því sem þeir komust að. „Við urðum að gera hlé á ákveðnum tímapunkti til að fara yfir allt aftur,“ sagði hann. Hann sagði að sér væri mjög brugðið yfir tölunum og ekkert hafi haft eins mikil áhrif á hann á lífsleiðinni og heimsfaraldurinn.
Frá 2005 til 2019 jukust ævilíkur karla og kvenna í öllum ríkjunum 37 sem rannsóknin náði til. 2020 breyttist þetta hins vegar. Þá jukust ævilíkur fólks í Noregi, Nýja-Sjáland og Taívan en í Danmörku, Íslandi og Suður-Kóreu varð engin breyting á. Í öllum hinum ríkjunum styttust ævilíkurnar hins vegar á síðasta ári.