Þeir rannsökuðu sýni úr 283 dýrum og fundu veiruna í 94 dýrum. Af dýrunum 283 voru 151 frjáls úti í náttúrunni. Sýnin voru tekin á tímabilinu frá apríl 2020 til janúar 2021.
Það voru vísindamenn við Penn State háskólann sem framkvæmdu rannsóknina. Þeir segja að veiran hafi borist í dýrin frá fólki. The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.
Vivek Kapur, sem vann að rannsókninni, sagði að niðurstaðan hafi komið á óvart en engin ástæða sé til að ætla að það sama gerist ekki í öðrum ríkjum þar sem hjartardýr lifa.
Enn er ekki vitað hvernig veiran hefur borist úr fólki í hjartardýrin en það eru um 445.000 Virginíuhirtir í Iowa og 38 milljónir í Bandaríkjunum öllum og því margar hugsanlegar smitleiðir að sögn vísindamannanna.