fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Kórónuveira í hjartardýrum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 05:59

Virginíuhjörtur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið vitað um hríð að kórónuveiran, sem herjar á heimsbyggðina, getur borist úr dýrum í fólk og úr fólki í dýr. Nýlega komust vísindamenn að því að veiran hefur borist í Virginíuhirti í Iowa í Bandaríkjunum.

Þeir rannsökuðu sýni úr 283 dýrum og fundu veiruna í 94 dýrum. Af dýrunum 283 voru 151 frjáls úti í náttúrunni. Sýnin voru tekin á tímabilinu frá apríl 2020 til janúar 2021.

Það voru vísindamenn við Penn State háskólann sem framkvæmdu rannsóknina. Þeir segja að veiran hafi borist í dýrin frá fólki. The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

Vivek Kapur, sem vann að rannsókninni, sagði að niðurstaðan hafi komið á óvart en engin ástæða sé til að ætla að það sama gerist ekki í öðrum ríkjum þar sem hjartardýr lifa.

Enn er ekki vitað hvernig veiran hefur borist úr fólki í hjartardýrin en það eru um 445.000 Virginíuhirtir í Iowa og 38 milljónir í Bandaríkjunum öllum og því margar hugsanlegar smitleiðir að sögn vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi